Félagafundur GG vegna breytinga á auglýstu vallarskipulagi

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2009

Félagafundur verður í Golfklúbbi Grindavíkur vegna breytinga á auglýstu vallarskipulagi verður í golfskála GG miðvikudaginn 19. ágúst kl. 19:30. Komið hafa fram tillögur um að breyta áður samþykktu vallarskipulagi varðandi núverandi 7. braut (1. braut á nýju skipulagi), 8. braut (2. braut á núverandi skipulagi) og 9. braut (3. braut á núverandi skipulagi).

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér þær athugasemdir og tillögur um frávik frá hönnun Hannesar Þorsteinssonar. Á fundinum verða þessar breytingatillögur lagðar fram til samþykkis eða synjunar félagsmanna. Mikilvægt er að taka afstöðu um þetta mál svo hægt sé að ljúka framkvæmdum við þessar breytingar, þar sem sáningu og vinnu þarf að ljúka fyrir mánaðarmótin ágúst/september 2009.

Vinnudagur félagsmanna verður föstudaginn 21. ágúst frá kl. 16:00. Markmiðið er að ljúka grjóthreinsun á nýju par 4 holunni til að hægt verði að sá í brautina strax næstu daga á eftir. Á heimasíðu GG eru félagar hvattir til að sýna dug sinn í verki og aðstoða við grjóthreinsunina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir