Fundur vegna strandveiđa á Suđurnesjum

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2009

Undanfarna mánuði hefur verið unnin forkönnun og verkefnaáætlun vegna strandveiða á Suðurnesjum. Verkefnið hefur verið unnið af sveitarfélaginu Garði og Þorsteini Geirssyni (ráðgjafa).  Af þeim sökum er hagsmunaaðilum boðað til fundar á veitingastaðnum Flösinni þann 13. ágúst kl. 11.30 fh.

Boðið er upp á súpu, fisk og meðlæti á kr. 1,500,- tilkynnið þátttöku á netfangið asmundur@svgardur.is

Helstu niðurstöður forkönnunarinnar eru:

 Fjöldi strandveiðimanna í N. Evrópu er áætluð um 10 milljónir manna.
 Lítil sem engin þjónusta er við strandveiðimenn á Íslandi
 Lykilatriði til árangurs hafa verið skilgreind
 Markhópurinn "strandveiðimenn" er mun stærri en markhópurinn lax og silungsveiðimenn
 Mestu hluti tekna af strandveiðimönnum skapast vegna þjónustu
 Opinberar tölur frá Bretlandi benda til þess að strandveiði þar í landi skapi meiri tekjur (beinar og óbeinar) en sem nemur tekjum af veiðum skipa og báta þar í landi
 Sérstaða Íslands er m.a: Góð veiði, fjölbreitt náttúra, strandlengjan, nálægð við alþjóðlega markaði (Evrópa / USA)
 Strandlengja Íslands er vannýtt auðlind
 Strandveiðimenn ferðast mikið saman í hópum og veiða á ströndum N.Evrópu
 Talið er að lax og silungsveiði hér á landi afli þjóðarbúinu á bilinu 7-9 milljarða kr. á ári. Þar af er endurgjald til veiðiréttareigenda eingöngu um 15%
 Þekking á lífríki sjávar


Á þennan fund er hagmunaaðilum á Suðurnesjum boðið og mun þeim í framhaldinu verða boðin þátttaka í verkefninu


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál