Bćjarráđ nr. 1209

  • Bćjarráđ
  • 12. ágúst 2009

1209. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn á skrifstofa bæjarstjóra, miðvikudaginn 12. ágúst 2009 og hófst hann kl. 07:30.


Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Sigmar Júlíus Eðvarðsson, Björn Haraldsson, Hörður Guðbrandsson (HG), Gunnar Már Gunnarsson (GMG),

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0908003 - Fasteignir Grindavíkurbæjar, viðhaldsframkvæmdir 4.hluti
Málningarvinna við gömlu kirkjuna.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Rúnars Sigurjósnsonar, málarameistara, uppá kr. 3.653.200, sem er 54,1% af kostnaðaráætlun

2. 0908002 - Fasteignir Grindavíkurbæjar, viðhaldsframkvæmdir 5.hluti
Viðhald á gluggum sundlaugar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Grindarinnar ehf að upphæð kr. 2.289.945, sem er 52,3% af kostnaðaráætlun

3. 0908001 - Fasteignir Grindavíkurbæjar, viðhaldsframkvæmdir 6.hluti
Girðing umhverfis áhaldahús bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda HH Smíði ehf að upphæð kr. 4.507.898, sem er 68,6% af kostnaðaráætlun

4. 0907009 - Minnisblað vegna malbiksframkvæmda f. Efra- og Norðurhóp
Samþykkt að taka tilboði Hlaðbæ Colas á 28.351.500 kr.- sem er 73,4 % af áætlun.

5. 0907019 - Samningur um framlengingu á verktíma.
Samþykkt að framlengja verktíma á Hópsskóla til 15. nóvember n.k. Fram kemur í samningi að verðlagsgrundvöllur breytist ekki þrátt fyrir lengingu á verktíma ásamt því að verktaki gerir engar kröfur um hækkun einingarverða né aðrar kröfur vegna hugsanlegs kostnaðarauka sem verktaki kann að verða fyrir og mætti rekja til framlengingar á verktímanum.
Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn

6. 0908014 - Viðauki við umsjónar- og eftirlitssamning.
Bæjarráð samþykkir viðauka við umsjónar- og eftirlitssamning kr. 5.372.685 með vsk, vegna lengri verktíma um 4 mánuði og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

7. 0907051 - Krafa húseiganda vegna ónæðis frá tjaldsvæði.
Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að ræða við Helga Einar

8. 0906102 - Beiðni um fund. - Framkvæmdastjóri fyrir Securitas á Suðurnesjum kemur til fundar
Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdarstjóri fyrir Securitas á Suðurnesjum kom til fundar og kynnti starfsemina.
Erindinu vísað áfram til tæknisviðs eins og öðrum málum sama efnis.

9. 0907050 - Minnisblað vegna fundar með forstjóra HS Orku og Geysis Green Energy
Minnisblað fundar með forstjóra HS Orku og forstjóra Geysis Green Energy lagt fram til kynningar.

Bókun:
"Fulltrúi D lista fer fram á það að fá að taka þátt í viðræðunum, en því er hafnað af meirihlutanum.
Í grein sem formaður bæjarráðs ritaði á heimasíðu bæjarins skammaðist hún yfir því við minnihlutann að hann hefði ekki tekið þátt í þessu máli"
      Fulltrúi D lista.

Bókun:
"Þar sem formlegar þríhliða viðræður eru nú að hefjast í dag milli Reykjanesbæjar, HS Orku og Grindavíkurbæjar er eðlilegt að minnihlutinn leggi til skriflegar áherslur vegna landamálsins."
      Fulltrúar B, S og V lista

Bókun:
"Það er greinilegt að meirihlutanum vantar leiðsögn um hvernig eigi að leysa þetta mál frá minnihlutanum."
      Fulltrúi D lista.

Bókun:
"Tökum með þökkum allri aðstoð frá minnihlutanum í þessu stóra hagsmunamáli Grindavíkurbæjar"
      Fulltrúar B, S og V lista

 10. 0907049 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Lagt fram yfirlit um greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Fjármálastjóra falið að yfirfara yfirlitið

11. 0907046 - Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að grípa til ráðstafana að skerða framlag til námsgagnasjóðs fyrir árið 2009.
Tilkynning um niðurskurð í ríkisútgjöldum frá Menntamálaráðuneyti. Fjárframlag í námsgagnasjóð voru áætlaðar 100 milljónir en verður eftir niðurskurð 49 milljónir. Erindið lagt fram.

12. 0907052 - Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.
Úthlutun úr námsgagnasjóði til Grunnskólans í Grindavík nemur 539.338 kr, sem er rúmlega helmingi lægra en framlag síðasta árs

13. 0907047 - AFS á Íslandi óskar eftir áframhaldandi stuðning
Erindið lagt fram.

14. 0908009 - Víti til varnaðar:Reynslan frá Finnlandi og öðrum löndum.
Erindið lagt fram og afrit sent til félagsmálastjóra.

15. 0907044 - Lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19. ágúst nk.
Erindið lagt fram.

16. 0908005 - Kyn og völd á Norðurlöndunum.
Erindið lagt fram.

17. 0907043 - Áskorun til sveitarstjórnar
Áskorun frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu um að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þessum óvissutímum sem eru á Íslandi í dag og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu frítímastarfi.

Bæjarráð tekur undir þessa áskorun FFF og vísar erindinu til frístunda- og menningarfulltrúa

18. 0905066 - Félag handverksfólks.
Lagt er fram minnisblað frá Kristni Reimarssyni, frístunda- og menningarfulltrúa, um undirbúningsvinnu að stofnun félags handverksfólks í Grindavík.

Bæjarráð hvetur handverksfólk til að stofna formlega samtök sín og ganga síðan til fundar við bæjarráð til viðræðna um styrktarsamning.


19. 0908008 - Geðveikir dagar.
Erindið lagt fram og bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa frá Björginni.

20. 0907042 - Nýtt starfsheiti, sérgreinarstjóri.
Erindinu er vísað til skólamálafulltrúa til frekari umsagnar

21. 0908015 - Ósk um afnot á landi í eigu Grindavíkurbæjar
Bæjarráð samþykkir þessi afnot fyrir sitt leiti, þar sem afnotin eru atvinnuskapandi, en bendir á að leita þarf einnig samþykkis hjá öðrum eigendum landsins einnig

22. 0908012 - Ósk um leigu á landi í eigu Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð samþykkir að leiga landið og bæjarstjóra falið að ganga til samninga um leiguna.

23. 0908010 - Þakklæti vegna ferðar okkar á DanaCup.
Bæjarráð tók fyrir þakkarbréf frá 3. fl kvenna í knattspyrnu vegna stuðnings við keppnisferð þeirra á DanaCup og hvetur stúlkurnar til að halda áfram að stunda íþróttina af kappi.

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77