Málţing um lýđrćđismál sveitarfélaga 19. ágúst nk.

  • Fréttir
  • 7. ágúst 2009

Lýðræðishópur Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþinginu í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Lýðræðismál eru í brennidepli eftir atburði undanfarinna mánaða og nú í ljósi sveitarstjórnarkosninga á næsta ári.

Ríkisstjórnin hefur sett lýðræðismál á oddinn í samstarfsyfirlýsingu sinni. Þar segir að vinna eigi að eflingu lýðræðis á sveitarstjórnarstigi og setja ákvæði um gerð siðareglna á sveitarstjórnarstigi. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um persónukosningar til sveitarstjórna. Lýðræðishópur sambandsins, sem er skipaður þeim Degi B. Eggertssyni, Magnúsi B. Jónssyni og Soffíu Lárusdóttur, hefur einnig unnið að undirbúningi tillagna um aukið lýðræði í sveitarfélögum í samræmi við samþykktir landsþings sambandsins. Stjórn sambandsins samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að fela hópnum að leiða umræðu meðal sveitarstjórnarmanna um nýjar lýðræðisleiðir á fundum í haust.

Í samræmi við þetta boðar hópurinn til málþings í Skriðu í aðalbyggingu menntavísindasviðs HÍ við Háteigsveg, 19. ágúst nk. frá kl. 15-18.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu á netinu á meðan á því stendur og eftirá. 

Málþinginu er ætlað að vera inngangur og grunnur að umræðum um lýðræðismál í sveitarfélögum og á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga. Á næstu mánuðum munu væntanlega verða teknar ákvarðanir um grundvallarbreytingar á lýðræðislegum leikreglum í sveitarfélögum, þ.e. um persónukosningar, siðareglur og siðanefnd á sveitarstjórnarstigi og ýmis önnur lýðræðisnýmæli. Sveitarstjórnarmenn eru því eindregnir hvattir til að taka þátt í málþinginu til að kynna sér þessi mikilvægu mál og taka þátt í umræðu um þau.

Skráning og nánari upplýsingar á http://www.samband.is/throunar-og-althjodasvid/throunar-og-althjodasvid/frettir/nr/1621/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir