Um 500 manns mćttu í Gönguhátíđ Grindavíkur

  • Fréttir
  • 5. ágúst 2009

Gönguhátíð Grindavíkur 2009 gekk virkilega vel að sögn Sigrúnar Jónsdóttur Franklíns menningarmiðlara. Veðrið lék við göngugesti, náttúran skartaði sínu fegursta og allt skipulag gekk upp og þá var þátttaka góð.

,,Í lok gönguferða voru ýmsir viðburðir, söngur og gítarspil á nýja tjaldsvæðinu í Grindavík, kaffi á Ísólfsskála, grillað lamb í Salthúsinu og boðið upp á tvo fyrir einn í Bláa lónið. Göngufólk skoðaði Saltfisksetrið og nýtti aðra þjónustu í Grindavík. Alls mættu um 500 manns í göngurnar fjórar," segir Sigrún sem var ánægð með þátttökuna.

Hátíðin var liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkur. Sigrún segir að hátíðin hafi verið vel kynnt í fjölmiðlum og um og yfir 100 manns mættu í hverja ferð. Auk Sigrúnar sá Ómar Smári Ármannsson einnig um leiðsögn ásamt því að skrifa um hverja ferð og setja inn myndir sem sjá má á ferlir.is. Magnús Hákon Axelsson, leiðsögumaður rak lestina.

Leiðsögumönnum, styrktaraðilum og öllu göngufólki er þökkuð þátttakan. Hægt er að fylgjast með áframhaldandi ferðum í gönguverkefninu AF STAÐ á Reykjanesið á www.sjfmenningarmidlun.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir