Bćjarráđ nr. 1208

  • Bćjarráđ
  • 23. júlí 2009

1208. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn á skrifstofa bæjarstjóra, miðvikudaginn 22. júlí 2009 og hófst hann kl. 07.30.

Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Björn Haraldsson, Guðmundur L. Pálsson (GLP), Hörður Guðbrandsson (HG),

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0907037 - Eftirlitsskýrsla. 15. júlí 2009.
Athugasemdum sem fram koma í skýrslu HES vísað til forstöðumanns tæknisviðs og hann beðinn að fylgja þeim eftir

2. 0907036 - Þjónusta Evrópuskrifstofunnar.
Erindið lagt fram

3. 0907035 - Hraðakstur við Austurveg,Hafnargötu og Víkurbraut.
Bæjarráð þakkar ábendingar varðandi hraðakstur á götum bæjarins. Bæjarstjóra og forstöðumanni tæknisviðs falið að fylgja málum eftir.

4. 0904073 - Kerfisstjóri Grindavíkurbæjar
Bæjarráð fór yfir umsóknir samkvæmt mati ráðgjafa frá ParX og áskilur sér rétt til að hafna þeim umsóknum sem bárust og auglýsa starfið að nýju.

5. 0907031 - Nýting og meðferð auðlinda í framhaldi af leyfi Hituveitu Suðurnesja dags. 7. janúar 2008 til að reisa og reka orkuver.
Bæjarráð fór yfir stöðu mála.
Bæjarstjóra ásamt ráðgjöfum falið að fara yfir efni bréfsins.

6. 0904008 - Sjóarinn síkáti 2009, verkefnisstjórn - reikningsskil
Reikningar frá bæjarhátíðinni, Sjóaranum síkáta, voru lagðir fram að beiðni fulltrúa D lista.

Bókun:
"Samkvæmt gögnum frá bæjarstjóra er heildarkostnaður bæjarsjóðs 2 milljónir vegna Sjóarans síkáta"
Fulltrúi D lista.

7. 0906065 - Leiðrétting á greiðslu til UMFG samkvæmt samningi við bæinn
Bókun meirihluta:
Samkvæmt samningi sem gerður var við stjórn UMFG sem gildir til 31. desember 2010, þá er gert ráð fyrir upphæð að kr. 2.300.000 til reksturs UMFG. Í fjárhagsáætlunargerð var ekki gert ráð fyrir nema kr.500.000 og vísar bæjarráð leiðréttingu vegna þessa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
         Fulltrúar B, S og V lista

Bókun:
"Fulltrúar D lista tóku ekki þátt í að skera niður upphæð í gildandi samningi"
         Fulltrúi D lista

Bókun:
"Engar athugasemdir komu fram við endurskoðun fjárhagsáætlunar frá fulltrúum D lista"
         Fulltrúar B, S og V lista.

8. 0907020 - Ráðgjafarþjónusta.
Erindi frá Gamma, sérhæfðu ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki lagt fram til kynningar.

9. 0907030 - Styrkumsókn 3.flokkur kvenna í knattspyrnu.
Bæjarráð samþykkir að styrkja 3. flokk kvenna í knattspyrna til keppnisferðar í Danmörku dagana 19. - 26. júlí að upphæð kr. 75.000 og vísar erindinu til afgreiðslu fjármálastjóra. Bæjarráð óskar kvennaliðinu góðrar keppnisferðar.

10. 0907029 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði. 1. fundur.
Fundargerðin lögð fram

11. 0907021 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu. 2.fundur
Fundargerðin lögð fram. Á þessum fundi var rætt við fulltrúa deilda UMFG og fulltrúa úr stjórn UMFG þar sem fram komu þarfir og óskir um aðbúnað og rými til íþróttaiðkunar einstakra deilda.

12. 0907022 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði. 3. fundur.
Fundargerðin lögð fram

13. 0907023 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði. 4.fundur.
Fundargerðin lögð fram

14. 0907024 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu. 5.fundur.
Fundargerðin lögð fram


15. 0907025 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu. 6. fundur.
Fundargerðin lögð fram
Fram kemur í fundargerðinni að farið var vel yfir rýmisáætlun og þarfagreiningu fyrir íþróttamannvirki samkvæmt helstu tölulegum upplýsingum frá deildum UMFG

16. 0907026 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu. 7. fundur.
Fundargerðin lögð fram

17. 0907027 - Nefnd um framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu. 8. fundur.
Fundargerðin lögð fram.

Nefndin hefur ekki endanlega skilað af sér, þar sem hún á eftir að fara betur yfir áfangaskiptingu, staðsetningar og útfærslu á hugmynd nefndarinnar um framtíðaruppbygginguna.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með störf nefndarinnar

18. 0906010F - Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur - 502
Fundargerðin lögð fram til samþykktar

18.1. 0905059 - Skotfélag Grindavíkur óskar eftir aðstöðu fyrir félagsmenn til skotæfinga.

Erindið lagt fram

18.2. 0903039 - Umsókn um byggingaleyfi
Bæjarráð frestar afgreiðslunni þar til staðfesting deiliskipulags í Svartsengi liggur fyrir.
Samþykkt af meirihluta.
Fulltrúi D lista situr hjá við afgreiðsluna.

18.3. 0906098 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna stækkun Húsatóftavallar
Bæjarráð samþykkir leyfið, með þeim fyrirvara sem fram kemur í afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar, að samþykki landeigenda liggi fyrir og að stækkunin falli inn í endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur

18.4. 0906097 - Umsókn um stækkun lóðar
Erindið lagt fram

18.5. 0810019 - Breyting á deiluskipulagi iðnaðar-og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi
Bæjarráð frestar ákvarðanatöku í þessu máli þar til fundur með bæjarstjórn, HS Orku, fulltrúum Orkustofnunar, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur hefur verið haldinn vegna athugasemda Orkustofnunar við HS Orku

18.6. 0905043 - Tillaga að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Bæjarráð tekur undir bókun Skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags-og byggingarnefnd Grindavíkur mótmælir harðlega sveitafélagsmörkum sem sýnd eru á tillögu að aðalskipulagi Voga 2000-2028 og eru í fullu ósamræmi við staðfest aðalskipulag Grindavíkur 2000-2020. Nefndin telur óeðlilegt að Sveitafélagið Vogar fresti landnotkun á svæði sem þegar hefur verið staðfest á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020."

18.7. 0906095 - Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla vegna Suðurstrandavegur
Bæjarráð samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu samkvæmt 18.gr skipulags- og byggingarlaga, en tekið verði mið af athugasemdum Skipulagsstofnunar.

18.8. 0906054 - Ósk um umsögn á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024
Bæjarráð tekur undir bókun Skipulags- og byggingarnefndar:
"Nefndin gerir athugasemdir við sveitafélagsmörk milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar, frá Miðgarðamöl um Sýrfell, Stapafell að Arnarkletti. Nefndin vísar til sveitarfélagsmarka samkvæmt gögnum frá Landmælingum Íslands."

18.9. 0906096 - Gunnuhversvegur, matsspurning
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir

18.10. 0906107 - Umsókn um byggingaleyfi
Bæjarráð samþykkir leyfið en tekur undir með Skipulags- og byggingarnefnd að eigandinn skili inn fullnægjandi teikningum

18.11. 0906047 - Losun á slógi.
Erindinu frestað þar til leyfi landeiganda og umsögn umhverfisnefndar liggur fyrir

Afgreiðsla fundargerðar:
Fundargerðin samþykkt samhljóða

19. 0907003F - Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur - 503
Fundargerðin lögð fram til samþykktar

19.1. 0907028 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi vegna nýs hestamannasvæðis við Dagmálaholt í Grindavík.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag vegna nýs hesthúsasvæðis

Afgreiðsla fundargerðar:
Fundargerðin samþykkt samhljóða

20. 0907041 - Kostnaðaráætlun vegna útboðs endurbóta húsnæðis.
Tillaga:
"Meirihlutinn leggur til að farið verði í framkvæmdir við 2. og 3. hæð að Víkurbraut 62 og forstöðumanni tæknisviðs falið að gera útboð samkvæmt áfangaskiptingu."
          Fulltrúar B, S og V lista

Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa meirihlutans, fulltrúi D lista á móti

Tillaga:
"Fulltrúi D lista leggur til að fresta útboði á breytingum á 2. og 3 hæð þar til nefnd um nýtingu Festis skili af sér."
Fulltrúi D lista
         Samþykkt með einu atkvæði fulltrúa D lista. Fulltrúar B og S lista á móti.

Bókun:
"það eru mjög ófagleg vinnubrögð meirihlutans að vaða í framkvæmdir upp á 70 - 100 milljónir á breytingum á bæjarskrifstofunum áður en nefnd um Festi skili tillögum um hvaða starfsemi þar ætti að vera."
         Fulltrúi D lista

Bókun.
"Meirihluti bæjaryfirvalda mótmælir þeim orðum fulltrúa D lista að hér sé um ófagleg vinnubrögð að ræða. það hefur legið fyrir frá fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2009 að farið yrði í breytingar á skrifstofuhúsnæðinu sem er orðið of lítið fyrir starfsemi stjórnsýslunnar. Kostnaðaráætlun fyrir báðar hæðir er liðlega 70 milljónir og líklegt að hún lækki töluvert í útboði."
         Fulltrúar B, S og V lista

Bókun:
"Þetta eru mjög dýrar bráðabirgðaráðsstafanir"
         Fulltrúi D lista

Bókun:
"Hér er ekki um bráðabirgðarúrlausn að ræða heldur til framtíðar litið"
         Fulltrúar B, S og V lista

21. 0907040 - Stefnumótunarbæklingur Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Erindið lagt fram

22. 0907039 - Skipulagsdagar leikskólanna.

"Rekstur sveitarfélaga er verulega að þyngjast og því ekki tímabært að samþykkja erindið og vísað í fyrri bókun bæjarráðs.
Bæjarráð lýsir vilja til þess að endurskoða erindið þegar þjóðarhagur vænkast."

23. 0907038 - Lundur, forvarnarfélag óskar eftir styrk.

Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sína að erindið eigi að taka fyrir á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna, SSS.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69