Fjallađ um gönguveisluna í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. júlí 2009

Sem kunnugt er verður mikil gönguhátíð haldin í Grindavík um verslunarmannahelgina, en hún er liður í viðburða- og menningardagskrá bæjarins. Sigrún Jónsdóttir Franklín heldur utan um hátíðina sem fer fram í annað sinn. Fjölmiðlar eru farnir að veita gönguhátíðinni athygli.

 Sigrún var í klukkustundar löngu viðtali á Útvarpi Sögu í morgun (viðtalið verður endurtekið reglulega næstu daga) og þá var fjallað um gönguhátíðina í Fréttablaðinu í morgun.

Í aukablaði Fréttablaðsins sem nefnist ,,Landið mitt Ísland" segir Sigrún m.a.:

,,Þetta er hluti af AF STAÐ á Reykjanesið - Menningar- og sögutengd gönguhátíð, þar sem gengið verður frá föstudegi til mánudags í nágrenninu," segir Sigrún og lýsir dagskránni nánar. ,,Við byrjum með innanbæjargöngu á föstudagskvöld; leiðsögn um Hópshverfið, gamla bæjarhlutann, en það eru einmitt sjötíu ár síðan Hópið var grafið út."

Verbúðir og sjósókn fyrri tíma verða í brennidepli á laugardag þegar farið verður um Selatanga og gengið eftir Rekastíg um Katlahraun.

,,Á sunnudag verður genginn hluti af Skógfellaleið sem er gamla þjóðleiðin frá Grindavík til Voga. Hátíðinni lýkur á mánudag þegar farið verður að Tyrkjabyrgjunum í Eldvörpum. Þau fundust á 19. öld og eru vandlega falin í jaðri Sundvörðuhrauns."

Þátttökugjald er 1.000 krónur en frítt fyrir börn yngri en tólf ára. Sjá www.sjfmenningarmidlun.is  og www.grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!