Grindvíkingur vikunnar - María Jóhannesdóttir

  • Fréttir
  • 21. júlí 2009

Grindvíkingur vikunnar er María Jóhannesdóttir sem gerði sér lítið fyrir og hljóp Laugavegsmaraþon um helgina á 6 klukkustundum og 25 mínútum, ásamt Christine Buchholz. Þar sem Christine er nú stödd í Danmörku með dóttur sinni á fótboltamóti svaraði María ein nokkrum spurningum sem Grindvíkingur vikunnar.

Nafn? María Jóhannesdóttir.
Fjölskylduhagir? Gift Jóhanni Reimari Júlíussyni og eigum við saman þrjú börn, Aron Frey 18 ára, Sunnevu alveg að verða 15 ára og Agötu 11 ára.
Starf? Íþróttakennari við Grunnskóla Grindavíkur og kenni aðallega 1-3. bekk. Síðan rek ég sunddeild UMFG ásamt góðu fólki.
Uppáhalds
- matur? Kalkúnn ala Jói.
-drykkurinn? Vatn og Kristal sport.
-staðurinn? Grindavík og La Marina á Spáni (er á leiðinni þangað í fimmta sinn).
-leikarinn? Enginn sérstakur.
-bókin? Bækurnar hans Arnalds Indriðasonar eru mjög góðar.
-íþróttamaðurinn? Grindvískir íþróttamenn (konur og karlar) sem hafa náð langt og verið sjálfum sér og öðrum til sóma.
-liðið: Grindavík og Arsenal.
Ef þú værir ein á eyðueyju, hvaða fimm hluti tækir þú með þér? Þessi er erfið. Hlaupaskóna, ipod (til að hlaupa með því það er enginn til að tala við), síma (til að hringja í fjölskylduna), góðan hníf (til að skera ávexti) og eitthvað til að lesa.
Best við Grindavík? Hér þekkir maður flesta, hér er gott íþróttalíf og góður skóli.
Hversu langur undirbúningur að baki hlaupinu? Ég byrjaði að hlaupa úti síðasta vor en hef hreyft mig alla ævi. Markviss undirbúningur að hlaupinu byrjaði í mars.
Hvernig gekk hlaupið? Bara vel, ég bjóst ekki við að ná þessum tíma en Christine hélt uppi hraðanum í hlaupinu og það var bara að halda í við hana en þetta var skrambi erfitt.
Næsta áskorun: Bæta tímann minn í Reykjavíkurmaraþoninu.
Eitthvað að lokum? Hvet alla til að finna sér hreyfingu sem hentar og það vantar alltaf fleiri í skokkhópinn. Heilbrigð sál í hraustum líkama.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!