Bćjarráđ nr. 1207

  • Bćjarráđ
  • 15. júlí 2009

1207. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn á skrifstofa bæjarstjóra, miðvikudaginn 15. júlí 2009 og hófst hann kl. 07:30


Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Guðmundur Pálsson, Björn Haraldsson og Dóróthea Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0907018 - Framkvæmd refa og minkaveiða.
Erindið lagt fram og því vísað til bæjarstjóra að svara.

2. 0907013 - Varðar: Bréf Grindavíkurbæjar dagsett 3. júlí 2009.
Svarbréf frá HS Orku lagt fram:
Bókun meirilhuta:
Bréfið sýnir að hér er um nýjan samning að ræða en ekki hliðstæðan þeim sem lagður var fram í desember s.l.
Um er að ræða einhliða túlkun og skilgreiningu á útreikningum og forsendum á verðmati og auðlindagjaldi.
Einnig er í samingnum einhliða túlkun á jarðhitaréttindum í Járngerðastaðarlandi.
        Meirihluti B, S og VG lista

Bókun fulltrúa D lista:
"Það er með ólíkindum hvernig meirihlutanum er að takast að klúðra því að Grindavíkurbær eignist landið og auðlindina í Svartsengi.
Það er liðið meira en hálft ár síðan fyrsta tilboðið barst til meirihlutans um kaup á 150 he landsins í Svartsengi."
        Fulltrúi D lista

"Bókun meirihluta:
"Það er leitt til þess að vita að bæjarfulltrúi D lista skuli vera svo illa upplýstur af oddvita sínum að hann viti ekki um hvað málið fjallar. Það er ekki ákvörðunarfælni þó við séum ekki sammála öllu því sem að í þessum samningi um landakaupin stendur"
         Meirihluti B, S og V lista.

Bókun:
"Það er fyrst í gær sem undirritaður fær gögn um þetta mál frá bæjarstjóra"
         Fulltrúi D lista.

Bókun:
"Við höfnum því að minnihlutinn hafi ekki verið upplýstur"
         Meirihluti B, S og V lista

 
3. 0907012 - Áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna.
Erindið lagt fram og því vísað til forstöðumann tæknisviðs til að fylgja erindinu eftir.

4. 0907011 - Atvinnuátak 2009.
Erindinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar að upphæð kr.4.815.000

5. 0907009 - Minnisblað vegna malbiksframkvæmda f. Efra- og Norðurhóp
Kostnaður vegna malbikunar að upphæð 33.306.500 kr er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Á móti verða eignfærðar framkvæmdir hjá Vatnsveitu lækkaðar samkvæmt sömu upphæð.

6. 0907008 - Erindi bæjarstjórnar Grindavíkur frá 24. júní 2009.
Lagt fram svarbréf frá Orkustofnun dagsett 30. júní s.l. við erindi frá bæjarstjórn Grindavíkur. Fram kemur í bréfinu að Orkustofnun hefur ekki tekið málefnalega afstöðu til athugasemda bæjarráðs varðandi framkvæmd virkjunarleyfis fyrir Orkuver 6 í Svartsengi vegna þess að HS Orka hefur ekki enn svarað Orkustofnun þeim athugasemdum sem stofnunin gerði.


7. 0907007 - Skil á mánaðarlegum upplýsingum um fjármál sveitarfélaga.
Erindinu vísað til fjármálastjóra

8. 0907005 - Berist: fræðslu og uppeldisnefnd.v/ bæting við vistunartíma.
Erindið lagt fram til upplýsingar.

9. 0906105 - Sjóarinn síkáti - Minnisblað vegna fundar hvernig til tókst 2009.
Minnisblað lagt fram sem sýnir mjög vel hvernig til tókst með bæjarhátíðina. Samantektin auðveldar aðkomu aðila að næstu bæjarhátíð sem vonandi tekst þá ekki síður vel.

Tillaga:
"Fulltrúi D lista biður um að á næsta bæjarráðsfundi liggi fyrir heildarkostnaður af bæjarhátíðinni."
      Fulltrúi D lista.

10. 0906104 - Ólöglegar framkvæmdir í óskiftu landi Þórkötlustaða
Erindið lagt fram. Tæknisvið Grindavíkurbæjar gerir þar skriflegar athugasemdir við ólöglegar framkvæmdir í óskiptulandi Þórkötlustaða.

11. 0906103 - Tylkynning um breytingu á fulltrúa Björgunarsveitarinnar í Almannavarnarnefnd Grindavíkur.
Bæjarráð býður nýja fulltrúa, Jón Valgeir Guðmundsson, aðalmann, og Björgvin Björgvinsson, varamann, í Almannavarnarnefnd og svæðisstjórn á svæði 2, velkomna til starfa og þakkar fráfarandi fulltrúum samstarfið.

12. 0906102 - Beiðni um fund.
Framkvæmdastjóri fyrir Securitas á Reykjanesi óskar eftir fundi með bæjarráði.
Bæjarráð býður framkvæmdastjóra velkominn til næsta fundar bæjarráðs þann 22. júlí n.k.

13. 0906101 - Tillaga um afgreiðslu v/ flutningsstyrks.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu frá atvinnu- og ferðamálnefnd vegna flutnings fyrirtækisins Hafnots til Grindavíkur:
"Tillaga um afgreiðslu:
"Þörungaþurrkun hefur hafið starfsemi sína í Grindavík. Umsækjandi hefur farið í gegnum umsóknarferli ásamt því að koma á fund með atvinnu- og ferðamálanefnd til að kynna starfsemi sína.
Grindavíkurbær sér um að greiða flutninginn á þurrkklefa, kr. 200 þúsund
Styrkur kr. 300.000 á mánuði í 4 mánuði
Styrkur greiddur út mánaðarlega þegar viðkomandi hefur sent afrit af húsaleigu, rafmagni og öðrum rekstri.
Styrkupphæð alls er kr.1.400.000."
        Meirihluti B, S samþykkir tillöguna. Fulltrúi D lista er á móti.

Bókun:
"Fulltrúi D lista er andvígur því að fyrirtæki fái styrki frá bæjarfélaginu. Nær væri að kaupa hlutafé í fyrirtækjum."
        Fulltrúi D lista.


14. 0906100 - Greiðslur fyrir setu á fundi skólanefndar/ fræðslunefndar Grindavíkur.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem bæjarráð hefur aflað sér er hér um túlkunaratriði að ræða. Bæjarstjóra er falið að komast að samkomulagi við Gunnlaug Dan vegna erindisins.

15. 0906099 - Tímasetning á starfslokum og ósk um töku eftirlauna.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem samkomulag var gert um starfslok, það dagsett og undirritað.

16. 0906094 - Tilboð í aðgangsstýrikerfi og þjófavörn vegna Víkurbrautar 62, 2. og 3. hæð
Bæjarráð vísar erindinu í sama farveg og öðrum erindum um sama málefni, sem öll eru til skoðunar heildstætt.

17. 0906093 - Aðildargjald til Samtaka atvinnulífsins.
Erindið lagt fram og vísað til fjármálastjóra.

18. 0906087 - Fyrirspurn frá Hafsteini Eðvarssyni.
Fyrirspurnum í erindinu vísað til umsagnar og afgreiðslu félagsmálastjóra.

19. 0906063 - Leiðbeiningar um rétt varðandi val á raforkusala.
Erindið lagt fram

20. 0907017 - Árshluta uppgjör.
Árshlutareikningur Saltfiskseturs Íslands lagður fram

21. 0907015 - Ósk eftir tafarlausum aðgerðum v/ Ránagötu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt forstöðumanni tæknisviðs að finna viðunandi lausn í samráði við íbúana við Ránargötu.

22. 0907010 - Minnisblað vegna stöðu framkvæmda Tæknisviðs júlí 2009
Minnisblað um stöðu eftirfarandi framkvæmda á vegum bæjarins:
Malbikunarframkvæmdir við Efra- og Neðrahóp
Útboðsgögn varðandi 2 og 3 hæð að Víkurbraut 62,
Útboðsgögn varðandi þjónustuhús á tjaldsvæði
Ósk um aukafjárveitingu vegna skilta og umferðamerkinga að upphæð kr. 1.500.000
Þrengingar á götum við göngustíga

Átaksverkefni: Niðurrif innan húss í Festi
Samvinnuverkefni Skógræktarfélags Grindavíkur, Skógræktarfélags Íslands og Grindavíkurbæjar vegna Selskógar og umhverfis.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð kr.1.500.000 vegna skilta og umferðamerkinga og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bókun:
"Fulltrúi D lista leggur áherslu á að bíða með framkvæmdir við Víkurbraut 62, þ.e. innréttingu á 3 hæð þangað til ákvörðun liggur fyrir um það hvaða starfsemi verður í Festi."
      Fulltrúi D lista.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135