Gögn um stofnun framhaldsskóla ađgengileg

  • Fréttir
  • 14. júlí 2009

Athygli er vakin á því að öll helstu gögn um stofnun framhaldsskóla í Grindavík, þar á meðal fundargerðir og bréf undirbúningsnefndarinnar af hálfu bæjarins um skólann, hafa nú verið sett inn á heimasíðuna. Þar er því hægt að fara yfir málið í heild sinni undanfarna mánuði, m.a. samskipti við menntamálaráðuneytið.

Sem kunnugt er hefur Grindavíkurbær unnið ötullega að því að fá framhaldsskóla til Grindavíkur. Samkvæmt frumskýrslu hníga öll rök að því að undirbúa stofnun skólans og framkvæmdir í hans þágu en sterk samstaða hefur verið í bæjarstjórn um málið. Ekki náðist í gegn að skólinn tæki til starfa í haust en stefnt er að því haustið 2010 en það helgast af því hvort samningar nást við menntamálaráðuneytið.

Að ósk verkefnisstjóra hafa þessi gögn um ferlið verið sett inn á heimasíðuna á svæði framhaldsskólans, http://www.grindavik.is/menntaskoli


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir