Göngum vel um gryfjuna

  • Fréttir
  • 14. júlí 2009

Garðyrkjustjóri Grindavíkurbæjar vill koma því á framfæri við bæjarbúa að standa saman um að ganga vel um gryfjuna, vestan Grindavíkurvegar, á leið út á Reykjanesvita, sem er eingöngu hugsuð fyrir garðaúrgang. Nokkur misbrestur hefur verið á því en á dögunum var til að mynda nokkrum pokum af heimilissorpi hent í gryfjuna.

Gryfjan er aðallega hugsuð fyrir garðaúrgang eins og hey, torf, garðamold, fínan sand, tré, runna, afklippur o.fl. Gryfjan er vel merkt og þegar búið er að sturta lífrænum úrgangi úr plastpokum er fólk beðið um að fara með plastpokana í gám sem þarna er á svæðinu (sjá mynd að neðan).

Í Gámastöðina við Nesveg á hins vegar að fara með járn, timbur, plast, pappír, heimilistæki, húsgögn, málningu o.fl.

Stöndum saman og göngum vel um gryfjuna. Hreinn bær er betri bær!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!