Fegrađ og gróđursett í Selskógi

  • Fréttir
  • 14. júlí 2009

Í gær var hafist handa við við fegrun og gróðursetningu í Selskógi, í hlíðum Þorbjarnar. Þetta er atvinnuátak á vegum Skógræktarfélags Íslands og Vinnumálastofnunar en um er að ræða 20 störf í tvo mánuði.

Unnið hefur verið að uppgræðslu Selskógar undanfarna áratugi. Nú verður lögð áhersla á að hreinsa svæðið og planta niður trjám. Í átaksverkefnum er kallað til fólk af atvinnuleysisskrá. Um 100 manns eru á atvinnuleysisskrá í Grindavík. Tveir ungir menn sem rætt var við í gær voru hæst ánægðir að vera komnir í vinnu og mjög sáttir að geta verið úti í náttúrunni.

Þegar vinnuhópurinn kom í Selskóg í gær var töluvert rusl í jaðri skógarins eftir helgina og töluvert um glerbrot. Umgengni í Selskógi hefur því miður verið ábótavant en vonandi tekst að gera Selskóg að fyrirmyndar útivistarstað Grindvíkinga í framtíðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!