Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010

  • Fréttir
  • 10. júlí 2009

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli sveitarstjórna og kjörstjórna á því að samkvæmt 1. grein laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum, skulu sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 29. maí á næsta ári. Nokkur óvissa er á þessu stigi um fyrirkomulag kosninganna. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna sem felur í sér að tekin verði upp ný kosningaraðferð, þ.e. persónukjör.

Í því felst að efstu frambjóðendum á listum er ekki raðað í sæti heldur munu kjósendur lista raða frambjóðendum í sæti. Frumvarpið verður væntanlega lagt fram á Alþingi á næstu dögum og mun það verða aðgengilegt á vef sambandsins. Um efni frumvarpsins vísast til fréttar á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6769  

Ríkisstjórnin hyggst jafnframt leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um stjórnlagaþing. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að kosning fulltrúa á stjórnlagaþing fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum. Um efni frumvarpsins vísast til fréttar á heimasíðu forsætisráðuneytisins. http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3802  

Fulltrúar sambands íslenskra sveitarfélaga komu að gerð beggja frumvarpa en stjórn sambandsins hefur á þessu stigi ekki tekið afstöðu til þeirra. Þær breytingar sem felast í fyrrnefnda frumvarpinu muni auka nokkuð kostnað sveitarfélaga við framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Áætlað er að sú kostnaðaraukning geti numið á bilinu níu til fjórtán milljónum króna.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir