Frábćr skemmtun á Grindavíkurvelli

  • Fréttir
  • 29. júní 2009

Sem kunnugt er stóð Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuhetja og Evrópumeistari með stórliði Barcelona, í gær fyrir styktarhátíð fyrir Frank Bergmann, ungan Grindvíking sem hefur barist hetjulega við krabbamein undanfarin ár, fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur.

Fyrir leik brugðu Eiður og nokkrir vinir hans á leik, þ.á.m. Sveppi, Auddi, Ingó Veðurguð Einar Bárðarson og Lísa úr Idol Stjörnuleit. Óhætt er að segja að Auddi og Sveppi hafi farið á kostum, ekki síst þegar Eiður Smári þrumaði boltanum af stuttu færi beint í afturendann á þeim félögum.  Þá heilsuðu Eiður Smári og Frank upp á leikmenn liðanna fyrir leik. Rúmar 100.000 krónur söfnuðust á uppboði á boltum og búningum auk þess sem samskotsbaukar gengu um stúkuna en auk þess runnu 200 kr. af hverjum seldum miða í styrktarsjóðinn.

Styrktarhátíðin gekk frábærlega vel enda aðsókn á leikinn framar björtustu vonum, eða 1.510 manns, sem er met aðsókn á Grindavíkurvöll. Stúkan var því nánast full setin og umgjörðin sem hún skapar á vellinum hreint frábær.

Myndir: Víkurfréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun