Leikskólinn Laut á grćnni grein - Stefnir ađ Grćnfánanum

  • Fréttir
  • 29. júní 2009

Leikskólinn Laut er nú orðinn leikskóli á grænni grein. Tilgangur þessa er að auka menntun og þekkingu, bæði nemenda skólans og kennara, fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Einnig að stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.

Leikskólinn Laut stefnir að Grænfánanum en áður en skólinn öðlast rétt til hans þarf að stíga ,,skrefin sjö". Alls eru 130 skólar af öllum skólastigum á Íslandi á grænni grein og eru þeir því í hópi rúmlega 22.000 annarra skóla í 45 löndum heimsins. Ellefu skólar af þessum 130 eru að stíga sín fyrstu skref á þessu skólaári.

Skóli sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu og vinna að því að fá Grænfána fyllir út sérstakt umsóknareyðublað og sendir það til Landverndar. Þar með er hann skráður sem skóli á grænni grein. Síðan hefst hann handa við að stíga skrefin sjö:
- stofna umhverfisnefnd skólans,
- meta stöðu umhverfismála í skólanum,
- gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum,
- sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum,
- fræða nemendur um umhverfismál,
- kynna stefnu sína út á við og fá aðra með,
- setja skólanum formlega umhverfisstefnu.
Þegar þessi skref hafa verið stigin getur skólinn sótt um að fá Grænfánann. Skólinn getur tekið sér þann tíma sem hann vill til að ná þessum markmiðum.
Skólar á grænni grein geta sótt ráðgjöf til verkefnisstjóra Landverndar um allt sem lýtur að þessu starfi. Skólunum býðst að senda fulltrúa á árlega námstefnu um umhverfismál í skólum og Grænfánaverkefnið. Skólar á grænni grein og Grænfánaskólar mynda tengslanet, eiga samstarf og skiptast á upplýsingum.

Hinn leikskólinn í Grindavík, Krókur, fékk Grænfánann afhentan á síðasta ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir