Síđasta leikjanámskeiđiđ í nćstu viku - Fjölbreytni í leik og frćđslu

  • Fréttir
  • 26. júní 2009

Á sumrin stendur börnum á aldrinum 6 - 12 ára til boða að sækja leikjanámskeið á vegum Grindavíkurbæjar. Nú er komið að síðasta námskeiðinu sem verður í næstu viku. Hægt er að velja um að vera fyrir/eftir hádegi eða allan daginn.  Heit máltíð í hádeginu fyrir þá sem eru allan daginn.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið verður í vettvangsferðir, sund og ótal margt fleira en myndin var einmitt tekin af krökkunum á námskeiðinu sem voru í Húsdýragarðinum í vikunni.

Skráning í félagsmiðstöðinni Þrumunni eða í síma 660 7310.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!