Marko lenti í vinnuslysi

  • Fréttir
  • 25. júní 2009

Einn efnilegasti leikmaður Grindavíkurliðsins í knattspyrnu, Marko Valdimar Stefánsson, lenti í vinnuslysi í gær þegar vinstri fóturinn á honum lenti undir sláttuvél. Ljóst er að hann verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla um atvikið á síðum blaðanna í dag, Fréttablaðið á forsíðu og Morgunblaðið á baksíðu.

Frétt Fréttablaðsins: ,,Grindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson verður frá æfingum og keppni í sex til átta vikur eftir að hann lenti í hræðilegu vinnuslysi í gær.
„Ég hef það bara ágætt og er að jafna mig. Staðan á löppinni er ekkert svo góð núna en þetta mun jafna sig. Þetta hefði getað farið mun verr," sagði Marko en hvernig átti atvikið sér stað?
„Ég var að vinna með sláttuvél og var að slá niður brekku. Svo renn ég í miðri brekkunni og fór undir vélina. Ég var því bæði heppinn og óheppinn. Ég hefði getað misst allar tærnar en þær eru þarna allar enn þá. Þetta var svakalega sárt og ég fór í mikið sjokk. Skórinn er handónýtur," sagði Marko þar sem hann lá á sjúkrahúsinu í Fossvogi.
„Það þurfti að sauma mikið, ég man ekki hversu mikið. Svo brotnuðu tvær tær. Aðalsárið kom rétt fyrir neðan tærnar á ilinni. Það svæði opnaðist bara og það kom mikið blóð," sagði Marko.
Það var eðlilega hringt beint á sjúkrabíl og var Marko í fyrstu fluttur á heilsugæsluna í Grindavík þar sem hann fékk verkjalyf. Þaðan var svo farið með hann á Landspítalann í Fossvogi.
Þaðan var varnarmaðurinn efnilegi síðan útskrifaður seinni partinn í gær en hann mun þurfa að fara sér afar hægt næstu daga og vikur."

Mynd: Fréttablaðið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!