Titringur vegna kröfugerđar ríkisins

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2004

Mikils titrings gćtir vegna kröfugerđar ríkisins í jarđir á Suđvesturlandi. Júlíus J. Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suđurnesja, segist mjög undrandi. Ríkiđ sé ađ gera kröfu í jarđir sem hitaveitan hafi keypt fyrir örfáum árum. Hjörleifur Kvaran, lögmađur Orkuveitu Reykjavíkur, tekur í sama streng.

"Ţetta er mjög undarlegt. Viđ erum nýbúnir ađ kaupa jarđir og síđan kemur ríkiđ og segist eiga ţćr," segir Júlíus. " Ég skil ţetta ekki alveg og held í raun ađ ţetta geti ekki veriđ annađ en mistök hjá ríkinu. Ţađ má mikiđ vera ef ţetta er allt í einu orđiđ einskismannsland."

Júlíus segir ađ lögmađur hitaveitunnar muni fara gaumgćfilega yfir máliđ á nćstunni.

"Ţađ er alveg ljóst ađ viđ munum ekki una ţessari kröfugerđ. Viđ látum ekki taka af okkur landssvćđi sem viđ erum nýbúnir ađ kaupa og ţinglýsa hjá ríkinu," segir Júlíus.

Baldur Guđlaugsson, ráđuneytisstjóri fjármálaráđuneytisins, segir kröfugerđ ríkisins fyrst og fremst snúast um ţađ hvar mörk eignarlanda og ţjóđlendna séu. Ţađ sé síđan óbyggđanefndar eđa dómstóla, ef málum sé skotiđ ţangađ, ađ skera úr um málin. Baldur segir gagnrýni á hendur ríkinu međal annars byggja á misskilningi. Ţó ríkiđ hafi til ađ mynda skrifađ upp á samninga milli orkufyrirtćkja og einstaklinga um ađ nýta ekki forkaupsrétt sinn á ákveđnu landsvćđi hafi ţađ ekki afsalađ sér rétt sínum til ađ kanna nákvćmlega landamörk eignarlandanna.

Hjörleifur segir ađ ríkiđ sé međal annars ađ gera kröfu í hluta af landi sem Orkuveitan hafi nýlega keypt af ríkinu sjálfu og einstaklingum á hundruđ milljóna. Baldur segist ekki vita betur en ađ í samningi ríkisins viđ Orkuveituna hafi veriđ gerđur fyrirvari um mörk landsins međ tilliti til afréttar eđa ţjóđlendna.

Hitaveita Suđurnesja


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir