Bćjarráđ nr. 1205

  • Bćjarráđ
  • 24. júní 2009

1205. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn á skrifstofu bæjarstjóra, miðvikudaginn 24. júní 2009 og hófst hann kl. 07:30.


Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Sigmar Júlíus Eðvarðsson, Björn Haraldsson, Hörður Guðbrandsson (HG),

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0901094 - Starfsmannamál í Grunnskóla Grindavíkur
Bæjarráð hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn og sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

2. 0903095 - Tilboð Golfklúbbs Grindavíkur í slátt.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Golfklúbbinn á grundvelli tilboðs um slátt á völlum og einnig vinnu við sáningu, götun og söndun, alls að upphæð kr. 1.591.360.

Ennfremur felur bæjarráð forstöðumanni tæknideildar í samstarfi við Golfklúbbinn að kanna kostnað við að byggja upp sjö teiga á Par 3 vellinum á Rollutúninu.
Samþykkt samhljóða

3. 0905029 - Ársreikningur 2008, Saltfisksetur
Ársreikningur Saltfisksetursins lagður fram.

Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð og stjórn Saltfiskseturs tillögur að samningi varðandi rekstrarstyrk til Setursins.

4. 0904053 - Samningar við deildir UMFG
Bæjarráð samþykkir að þær verðbætur sem voru samkvæmt samningi við deildirnar 1. janúar s.l. haldi sér út árið 2009 og að ekki komi til nein hækkun 1. janúar 2010. Náðst hefur samkomulag við deildirnar sem byggja á þessu fyrirkomulagi.
Bæjarráð samþykkir að hækka styrk til Sunddeildar í samræmi við tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar. Einnig samþykkir ráðið þá tillögu að Fimleikadeildin haldi sínum rekstrarstyrk en innheimti æfingagjöld fyrir iðkendur yngri en sex ára.
Bókun:
"Þrátt fyrir að efnahagsástandið í landinu kalli á endurskoðun vísitöluákvæðis samninganna telur bæjarráð rétt að styðja þannig við Íþróttahreyfinguna að deildirnar geti starfað samkvæmt sínum fjárhagsáætlunum út árið. Bæjarráð telur að með þessari ákvörðun sinni sé verið að stuðla að áframhaldandi almennri þátttöku barna- og ungmenna í íþróttastarfi sem er ein besta forvörn til framtíðar."
Samþykkt samhljóða


5. 0906065 - Spurningar frá formanni UMFG til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð óskar eftir því að formaður bæjarráðs og bæjarstjóri fundi sem fyrst með stjórn og formanni UMFG til að ræða efni erindisins.

6. 0906064 - Tilboð í Öryggisgæslu í Grindavík.
Málin rædd

7. 0906051 - Tilboð vegna öryggismyndavélakerfi
Málin rædd

8. 0906060 - Framlög til Reykjavesfólksvangs.
Bæjarráð samþykkir framlag Grindavíkur til Reykjanesfólkvangs að upphæð kr. 56.302.
Bæjarráð telur löngu tímabært að Grindavíkurbær, sveitarfélag sem hefur yfir að ráða stóru landssvæði fólkvangsins hafi meiri áhrif og aðkomu að stjórnun hans.

9. 0906059 - Framkvæmdir við sjóvarnir í Grindavík
Bæjarráð staðfestir að Siglingarstofnun hafi heimild til að ráðast í framkvæmdir við fyrirhuguð sjóvarnarverkefni við Buðlungu og Miðbæ með fyrirvara um að það samræmist skipulagi.

10. 0906058 - Atvinnuátak Skógræktafélag Íslands.
Bæjarráð fagnar því að Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn um sérstakt atvinnuátak Skógræktarfélags Íslands. Um er að ræða 20 störf í 2 mánuði

11. 0906019 - Átaksverkefni. Samþykkt voru 10 störf í 1 mánuð.
Bæjarráð fagnar því að Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn um sérstakt átaksverkefni vegna niðurrifs innandyra í Festi. Um er að ræða 10 störf í 1 mánuð.

12. 0906057 - Raflögn ábótavant, veita í rekstri.
Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns tæknisviðs.

13. 0906055 - Eftirlitsskýrsla vegna tjaldsvæðis
Bæjarráð vísar erindinu til umsjónarmanns eigna bæjarins

14. 0906047 - Losun á slógi.
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar og Skipulags- og byggingarnefndar til nánari umsagnar.

15. 0906046 - Rit um jafnræði í leikskólum í Evrópu.
Erindið lagt fram og því vísað til fræðslu- og uppeldisnefndar

16. 0906038 - Náttúruverndaráætlun 2009-2013, 52. mál.
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar

17. 0906056 - Nýting og meðferð auðlinda í framhaldi af leyfi Hitaveitu Suðurnesja dags. 7. janúar 2008 til að reisa og reka 30 MW orkuver, Orkuver 6, í Svartsengi.
Bæjarráð óskar eftir því að Orkustofnun, HS Orka og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja komi til fundar við bæjarstjórn og Skipulags- og byggingarnefnd til að fara yfir efni bréfs sem Orkustofnun sendi HS Orku þ.s. m.a. eru athugasemdir við starfsemi Orkuvers 6, affallslón orkuvera og massavinnslu á virkjunarsvæðum fyrirtækisins sem metin er út frá grunnstærðum.

18. 0906037 - Sala lands og auðlinda o.fl.
Með vísan til efnis erindis í dagskrálið á undan þá telur bæjarráð eðlilegt að fá fyrst skýr svör um stöðu einstakra mála er varðar athugasemdir Orkustofnunar við Svartsengissvæðið áður en endanlega er gengið til samninga við HS Orku um landakaup o.fl.

19. 0906032 - Skipan í vinnuhóp vegna málefna fatlaðra sem vinnur að tillögum fyrir aðalfund SSS
Bæjarráð felur félagsmálastjóra, félagsráðgjafa og bæjarstjóra að vinna saman að tillögum um málefni fatlaðra fyrir aðalfund SSS

20. 0906016 - Sótt er um skólaakstur frá Grindavík til Reykjavíkur.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur skólamálafulltrúa að vinna að málinu.

21. 0906015 - Posasamningur vegna tjaldsvæðis
Bæjarráð samþykkir samning við VALITOR

22. 0906012 - Áskorun um opinberrar framkvæmda og uppbyggingar í atvinnumálun.
Erindið lagt fram

23. 0906009 - Norðanmenn óska eftir styrk.
Bæjarráð vísar erindinu aftur til Atvinnu- og ferðamálanefndar og felur nefndinni að kalla eftir ársreikningi, viðskiptaáætlun og upplýsingum um það í hvað styrkurinn er hugsaður.

24. 0906007 - Húsnæðismál Tónlistarskóla Grindavíkur.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og telur eðlilegt að þegar þær aðstæður skapist að yngstu nemendur fari yfir í nýjan grunnskóla þá komi tækifæri til að auka rými fyrir tónlistarkennsluna.

25. 0906004 - Rafrænar kosningar-tilraunaverkefni.
Erindið lagt fram

26. 0906003 - Styrking raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi.
Erindið lagt fram

27. 0906001 - Styrktarsjóður EBÍ 2009
Erindinu vísað til frístunda- og menningarfulltrúa.

28. 0906002 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir endurskoðaða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 á Suðurvesturlandi.
Samþykkt samhljóða

29. 0906006 - 599.fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundargerðin lögð fram

30. 0906061 - Fundur framhaldsskóla þann 11. júní 2009.
Í erindinu gerir Eyjólfur Bragason, verkefnastjóri, grein fyrir vinnubrögðum nefndar sem skipuð var af menntamálaráðherra um stofnun framhaldskóla í Grindavík. Fram kemur að verkefnastjóri er ekki sáttur við vinnubrögð nefndarinnar sem haldið hefur þrjá fundi frá því 12. febrúar s.l. án þess að skila niðurstöðu. Bæjarráð tekur undir með verkefnastjóra og lýsir vonbrigðum með störf nefndarinnar sem ekki eru í neinu samræmi við góðan vilja og viðbrögð ráðherra við ósk bæjaryfirvalda um stofnun framhaldsskóla.

31. 0906062 - Byggingarnefnd Hópsskóla. Fundur haldinn 16. júní 2009.
Fundargerðin lögð fram

32. 0906002F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur - 151
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð tekur undir með nefndinni og fagnar framkvæmd á Sjóaranum síkáta í ár.

33. 0906007F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur - 152
Bæjarráð þakkar hve vel tókst til við hátíðarhöldin þann 17. júní s.l.

34. 0905005F - Fræðslu- og uppeldisnefnd Grindavíkur - 54
Fundargerðin lögð fram


35. 0906006F - Fræðslu- og uppeldisnefnd Grindavíkur - 55
Fundargerðin lögð fram

"Varðandi lið í fundargerðinni um fjölgun starfsdaga/skipulagsdaga þá telur bæjarráð að í ljósi aðstæðna í samféalginu sé ekki tímabært, að svo stöddu, að bæta við fjórða starfsdegi/skipulagsdegi í leikskólum bæjarins."

Bæjarráð samþykkir nýjar skólareglur fyrir Tónlistarskóla Grindavíkur

36. 0902033 - Fundargerð frá atvinnu og ferðamálanefnd.
Fundargerðin lögð fram

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08.55


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. febrúar 2019

Fundur 34

Bćjarráđ / 19. febrúar 2019

Fundur 1508

Bćjarráđ / 12. febrúar 2019

Fundur 1507

Bćjarráđ / 5. febrúar 2019

Fundur 1506

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 31. janúar 2019

Fundur 33

Bćjarstjórn / 29. janúar 2019

Fundur 492

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. janúar 2019

Fundur 33

Skipulagsnefnd / 21. janúar 2019

Fundur 50

Bćjarráđ / 22. janúar 2019

Fundur 1505

Frćđslunefnd / 10. janúar 2019

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498