Trjám plantađ í hlíđum Ţorbjarnar

  • Fréttir
  • 23. júní 2009

Í morgun fjölmenntu leikskólabörn og starfsfólk af Laut og Króki í Grindavík, meðlimir í Skógræktarfélagi Grindavíkur og aðilar frá pólsku náttúru- og menningarsamtökiunum Klub Gaja í hlíðar Þorbjarnar til þess að gróðursetja hátt í eitt þúsund tré.

Ágústa Gísladóttir flutti ávarp sem og fulltrúi frá Klub Gaja. Sá pólski fór með vísu til þess að skrúfa fyrir rigninguna og það gekk heldur betur eftir. Eftir að búið var að planta trjánum var boðið upp á súpu að hætti Geira kokks.

Um 70 manns mættu í hlíðar Þorbjarnar til þess að taka þátt í gróðursetningunni. Skógræktarfélag Grindavíkur og Klub Gaja taka nú þátt í 7.000.000.000 trjáa verkefni Sameinuðuþjóðanna ,,Plöntum trjám fyrir friði /Plöntum fyrir plánetuna".

Með þessu verkefni gefst okkur tækifæri til að skila aftur til jarðarinnar því sem aldir, ís og óárann hefur eytt úr umhverfinu og einnig að tengja saman unga og aldna öllum til yndisauka, um leið og skapaður er sælureitur fyrir alla íbúa bæjarins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir