Fundur nr. 7

  • Atvinnu- og ferđamál
  • 23. júní 2009

Fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar. Dags. 3. júní 2009


Styrkveitingar til fyrirtækja
Bæjarstjóri mætti á fundinn í byrjun og gerði grein fyrir þeim aðilum sem bíða eftir svari vegna styrkja sem að hefur verið gefið jákvætt svar við. Nefndin tekur vel í styrkveitingar til fyrirtækja sem koma til með að auka atvinnutækifæri og tekjur bæjarfélagsins.
Það eru nokkur fyrirtæki sem hafa fengið vilyrði fyrir því að fá styrki frá bænum en til að nefndin geti samþykkt erindin þá vantar ennþá gögn frá fyrirtækjunum til að nefndin geti tekið ákvörðun um málið.

Þau þrjú fyrirtæki sem tekin voru fyrir á fundinum: Tvö af þeim eru ekki enn búin að skila inn gögnum. Það fyrirtæki sem skilaði inn gögnum: Ekki sást nein ástæða fyrir styrkveitingu, þar sem ársreikningur sýndi fram á jákvæða stöðu fyrirtækis. Beðið hefur verið um þessi gögn samkvæmt þeim reglum sem voru samþykktar af bæjarstjórn en þau ekki borist. Er þá óhætt að segja að þessar styrkveitingar falla um sjálft sig.

Reglur um aðkomu Grindavíkurbæjar að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu
Fulltrúi D lista benti á að þessar reglur séu búnar að fara í gegnum nefndina og gaf hún sitt álit á þeim drögum sem voru borin á borð hjá nefndinni. Ekki var tekið tillit til þeirra álita sem að nefndin kom með og því eru þessar reglur ekki á þann veg sem að nefndin lagði til.
Ef taka á umsóknum með þessar reglur að leiðarljósi, þá eru þær allt of opnar og ekki nógu vel skilgreindar til að hægt sé að vinna eðlilega eftir þeim og að sem flestir sitji við sama borð þegar að úthlutun kemur.
Einnig fór þessi reglugerð fyrir atvinnuráð og komu svipaðar athugsemdir frá því ráði en ekki var tekið tillit til þeirra heldur.
Það er eðliegra að þeir styrkir sem þegar hefur verið gefið grænt ljós á áður en var vísað til nefndarinnar, fari ekki gegnum nefndina, heldur sé klárað í þeim farvegi sem það byrjaði og að nefndin fái að lagfæra þessar reglur svo að hún geti unnið önnur verkefni sem eru hjá nefndinni með breyttar og skilvirkari reglur en þær sem voru samþykktar af bæjarstórn.

"Ég vill koma á framfæri minni skoðun varðandi styrktarmál Grindavíkurbæjar. Ég er alfarið á móti því að fyrirtæki séu gefin vilyrði eða loforð um ákveðna upphæð áður en fyrirtæki fari í gegnum sérstakan feril. Í þessu ferli þurfa fyrirtæki að skila inn ákveðnum upplýsingum, svo sem ársreikningi, viðskiptaáætlun eða ýtalegar upplýsingar í hvað styrkurinn á að nýtast. Þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið vilyrði eða loforð um ákveðinn styrk frá Grindavíkurbæ eða þeim sem eru í forsvari fyrir Grindavíkurbæ, vil ég persónulega ekki að fyrirtækin fari í gegnum atvinnu- og ferðamálanefnd eftir vilyrði eða loforð. Sú eða sá sem gaf þetta loforð verður einfaldlega að standa eða falla með sínum gjörðum. Þau þrjú fyrirtæki sem tekin voru fyrir í þessari fundagerð falla einfaldlega ekki undir þessi skilyrði. Tvö þeirra skiluðu engum gögnum og það þriðja skilaði inn ársreikning sem á að taka fyrir í þessu styrktarmáli og skv. honum sé ég ekki ástæðu til að gefa þessu fyrirtæki styrk. Einnig vill ég líka taka það fram að þær reglur sem á að nýtast við styrkveitingar frá Grindavíkurbæ, hafa verið breyttar frá því að Atvinnu- og ferðamálanefnd tók þær fyrir og tel ég því óhætt að segja að þessar reglur sem samþykktar eru, að þær séu ekki frá áðurnefndri nefnd. Er á því að reglugerð þarf að vera ef útdeila á styrkjum til fyrirtækja en hún þarf að vera mjög skýr og skorinort."
                           Ingimar Waldorff

Mættir voru:
Pétur Rúðrik Guðmundsson
Jakob Sigurðsson
Jovana Lilja Stefánsdóttir
Sigurður A. Kristmundsson
Ingimar Waldorff


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69