Kirkjurnar opnar í Kjalarnessprófastsdćmi

  • Fréttir
  • 22. júní 2009

Allar kirkjur í Kjalarnessprófastsdæmi eru opnar fyrir heimamenn og ferðamenn í sumar. Boðið er upp á leiðsögn á íslensku og erlendum tungumálum þar sem ferðamaðurinn fær kynningu á kirkjunum og búnaði þeirra en einnig á umhverfi þeirra og sögu.

Grindavíkurkirkja er opin frá 15. júní til 1. ágúst, mánudaga-föstudaga, frá kl. 10:00-16:00. Þá er opið um helgar í ágúst en nánari upplýsingar eru í síma 820 2778.

Kjalarnessprófastsdæmi er víðlent og fjölmennt enda eitt af stærstu prófastsdæmum landsins. Þar eru flestar gerðir íslenskra kirkna og það segir sína sögu að flestar þeirra eru friðaðar. Allar hafa þær sögu að segja og margar þeirra eru vel búnar gripum og búnaði frá ýmsum tímum, eftir innlenda og erlenda handverksmenn og listamenn.

Kirkjurnar eru: Reynivallakirkja, Saurbæjarkirkja, Brautarholtskirkja, Mosfellskirkja, Lágafellskirkja, Vídalínskirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Víðistaðakirkja, Garðakirkja, Bessastaðakirkja, Krísuvíkurkirkja, Kirkjuvogskirkja, Kálfatjarnarkirkja, Njarðvíkurkirkja, Ytri-Njarðvíkurkirkja, Keflavíkurkirkja, Útskálakirkja, Hvalsneskirkja, Grindavíkurkirkja, Landakirkja og Stafkirkjan í Vestmannaeyjum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir