Fyrirtćki vikunnar - Uppgangur hjá Ice-West

  • Fréttir
  • 18. júní 2009

Fyrirtæki vikunnar er Ice-West hf. sem er við Hafnargötu 29 og framleiðir niðursoðna reykta þorsklifur. Það hét áður ÁB-lýsi en Birkir Kristjánsson keypti fyrirtækið í mars 2007 ásamt tengdaföður sínum, Óttari Överby, sem átti reyndar helming í því fyrir. Birkir hafði verið á sjó í 20 ár fyrir vestan, þar af 13 ár á Guðbjörginni.

Þegar rætt var við Birki stóð hann í stórræðum því hann er að sífellt að breyta og endurnýja tæki og tól.

,,Við erum búnir að gjörbylta öllu hérna hjá okkur, kaupa ný tæki og bæta aðstöðuna. Allir peningar sem við eignumst fara í þetta og auðvitað tekur þetta nokkur ár. Þetta gengur þokkalega, þökk sé að við tókum lán á sínum tíma í íslenskum krónum en ekki í erlendri mynt," segir Birkir.

Um 20 manns voru í vinnu hjá Ice-West þegar mest var í vetur. Verksmiðjan er nú lokuð en opnar aftur í ágúst þegar vertíðin fer af stað á ný. Á meðan fara fram miklar endurbætur á húsnæðinu, ekki síst fyrir starfsfólkið. Til stendur að auka framleiðsluna um helming á næstu vertíð.

,,Við fáum lifur frá helstu netabátum á Suðurnesjum og erum í góðum viðskiptum við fyrirtæki og útgerðir í Grindavík. Þar sem við ætlum að auka framleiðsluna enn frekar þurfum við meiri lifur og við erum að leita í kringum okkur. Við seljum allt til Danmerkur en þaðan er þessu dreift til Evrópu, mest fer til Frakklands og Þýskalands," segir Birkir.

En er hann bjartsýnn á framtíðina?
,,Já, að sjálfsögðu, annars væri ég ekki að standa í þessu."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun