Hátíđleg guđsţjónusta á ţjóđhátíđardaginn

  • Fréttir
  • 18. júní 2009

Dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna hófst með hátíðarguðsþjónustu í Grindavíkurkirkju. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri predikaði og ræðumaður var Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs.

Þá var ávarp fjallkonunnar flutt að þessu sinni inn í hátíðarguðsþjónustuna og var það vel til fundið. Berglind Anna Magnúsdóttir var glæsileg fjallkona. Gaman var að sjá hversu vel íþróttafólk mætti í kirkjuna, sérstaklega drengir í 5. og 6. flokki drengja í knattspyrnu og meistaraflokkur karla í knattspyrnu. Að lokinni guðaþjónustu var kaffisamsæti í safnarheimilinu í boði íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir þá fjölmörgu sem mættu í messu.

Á efstu myndinni er Berglind fjallkona í kirkjunni.
Á myndinni fyrir neðan eru Petrína, Berglind og Jóna Kristín.
Á myndinni þar fyrir neðan er Berglind ásamt foreldrum sínum, Hjörtfríði
og Magnúsi Andra.
Á neðstu myndinni eru drengir í 5. og 6. flokki sem mættu í kirkju ásamt þjálfara sínum, Eysteini Haukssyni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir