Ćvintýraferđir á Króki

  • Fréttir
  • 16. júní 2009

Á dögunum fóru tveir árgangar í heilsuleikskólanum Króki í sínar árlegu ævintýraferðir með rútu í Selskóg og í Bót í mjög góðu veðri. Ferðirnar sem standa yfir í 4 tíma eru hluti af útinámi skólans sem er skipulagt frá maí til september.

Í fjöruferðina fóru þriggja til fjögurra ára börn með fötur og skóflur og var mikið að gera við að moka og grafa skurði. Börnin söfnuðu ýmsum efnivið til að rannsaka og nota í listaverk, s.s. skeljar, kuðunga, steina ofl. Börnin fundu mikið af dauðum kröbbum í fjöruborðinu og var þá hafin mikil leit að lifandi kröbbum. Á endanum fannst einn nokkuð stór og var hann látinn í glæran dall og farið með á leikskólann til að sýna hinum börnunum.

Í skógarferðina fóru fjögurra til fimm ára börn en byrjað var á því að gróðursetja 70 grenitré. Síðan var farið í lundinn þar sem þau byrjuðu á því að fara inn í skóginn og finna hljóðfæri sem skógarálfarnir voru búnir að fela. Hulda leikskólastjóri kveikti bál og grilluðu börnin snúrubrauð á priki þegar viðarkubbarnir urðu að viðarkolum. Það þótti þeim mikið ævintýri og voru á því þetta væri besta brauð í heimi. Eftir það var mikið brallað í skóginum og fannst m.a. dauður fugl sem var jarðaður með viðhöfn.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun