Bćjarstjórn nr. 387

 • Bćjarstjórn
 • 16. júní 2009

387. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 15. júní 2009 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Sigmar Júlíus Eðvarðsson, Garðar Páll Vignisson, Petrína Baldursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Björn Haraldsson, Gunnar Már Gunnarsson, Hörður Guðbrandsson

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0906027 - Kosning í bæjarráð, sbr. 57. gr. A, 1. töluliður, samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar.
Til máls tók Petrína:

Tillaga um aðalmenn í bæjarráð:
Petrína Baldursdóttir, Sigmar Eðvarðsson og Hörður Guðbrandsson

Samþykkt samhjóða

Tillaga:
„Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir að heimila fulltrúa Vinstri Grænna, Birni Haraldssyni að sitja bæjarráðsfundi með málfrelsi og tillögurétt án atkvæðisréttar og fái greitt fyrir fundi á sama hátt og almennur bæjarráðsmaður þar til 30. september n.k."

Samþykkt samhljóða

Bókun:
„Björn Haraldsson kemur inn sem aðalmaður í bæjarráði frá og með 30. september. Hörður verður þá áheyrnarfulltrúi út kjörtímabilið"

2. 0906028 - Kosning í kjörstjórn, sbr. 57. gr. A, 2. töluliður, samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar.
Til máls tók Gunnar Már:

Tillaga að kjörstjórn:
Bjarnfríður Jónsdóttir, formaður, Þorgerður Guðmundsdóttir og Helgi Bogason og sem varamenn: Kjartan Adolfsson, Styrmir Jóhannsson og Sesselja Hafberg.

Samþykkt samhljóða


3. 0906029 - Kosning forseta bæjarstjórnar, skv. 15. gr. samþykkta.
Til máls tóku Garðar, og Gunnar Már:

Tillaga:
Hörður Guðbrandsson forseti bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

4. 0906030 - Kosning tveggja varaforseta bæjarstjórnar, skv. 15. gr. samþykkta
Hörður tók við stjórn fundar sem forseti.

Til máls tóku: Hörður og Petrína:

Hörður þakkaði það traust sem honum væri sýnt og þakkaði jafnframt fráfarandi forseta störfin.

Tillaga:
Varaforsetar:
Gunnar Már Gunnarsson fyrsti varaforseti
Björn Haraldsson annar varaforseti

Samþykkt samhljóða

5. 0906032 - Skipan í vinnuhóp vegna málefna fatlaðra sem vinnur að tillögum fyrir aðalfund SSS
Til máls tóku: Hörður, Guðmundur og Petrína.

Tillaga:
„Félagsmálastjóra ásamt bæjarstjóra er falið að skipa í vinnuhóp um málefni fatlaðra til að vinna að tillögum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Skal tilnefningin í vinnuhópinn borin undir bæjarráð til samþykktar. Vinnuhópurinn skili af sér störfum fyrir 30.september n.k."

Samþykkt samhljóða


6. 0906033 - Upplýsinga- og þróunarfulltrúi, ráðningarsamningur
Petrína Baldursdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku: Sigmar, Jóna Kristín, Gunnar, Hörður og Garðar.

Bókun:
"Fulltrúar B, S og V lista lýsa yfir mikilli ánægju með störf upplýsingar- og þróunarfulltrúa. Frá því hann tók við störfum 1. apríl s.l. hafa orðið algjör umskipti á heimasíðu Grindavíkur með jákvæðum upplýsingum og fréttum úr bæjarlífinu sem hafa vakið athygli á landsvísu og auglýst bæinn vel upp.
Ekki síst skilaði sér frábær markaðssetning á nýafstaðinni bæjarhátíð sem tókst í alla staði vel.
Upplýsingar um tölur heimsókna inn á heimasíðuna sýna mikla aukningu þar sem á hverjum degi er að meðaltali 1.200 heimsóknir, en stærsti einstaki dagurinn var um bæjarhátíðina, föstudaginn 5. júní s.l. en þá voru heimsóknirnar 2.337"
                       Fulltrúar S, B og V lista

Bókun:
"Fulltrúar D lista taka undir bókun B, S og V lista en undrast að bæjarstjóri geti
ekki upplýst bæjarfulltrúa minnihluta um heildar launakostnað bæjarsjóðs vegna þessa starfs eins og óskað var eftir."
                       Fulltrúar D lista

Bókun:
"Í fyrirliggjandi ráðningarsamningi kemur fram launaflokkur upplýsingar- og þróunarfulltrúa sem er skv. kjarasamningi starfsmannafélags Suðurnesja og launanefndar sveitarfélaga og bæjarstjóri upplýsti þær tölur hér á fundinum. Fulltrúar D lista verða að útfæra sína dagskrárbeiðni betur ef þeir eru að óska eftir enn nákvæmari upplýsingum"
                       Fulltrúar B, S og V lista


7. 0906034 - Breyting í stjórn Saltfiskseturs Íslands
Til máls tóku: Petrína, Guðmundur, Gunnar, Jóna Kristín, Garðar og Sigmar:

Tillaga:
"Bæjarstjórn tilnefnir Jón Emil Halldórsson í stjórn Saltfiskseturs Íslands í stað bæjarstjóra með þeim fyrirvara að stjórn Saltfiskseturs samþykki breytingu á 3. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar".

Samþykkt samhljóða

Tillaga:
" Fulltrúar D lista leggja til að fjárhagsleg staða Saltfisksetursins og skuld þess við bæjarsjóð verði upplýst á næsta bæjarráðsfundi"
                      Fulltrúar D lista

Samþykkt samhljóða


8. 0906031 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Til máls tók: Gunnar

Tillaga um að fella niður fundi í bæjarstjórn í júlí og ágúst:
"Bæjarráði falin fullnaðarafgreiðsla fundargerða skipulags- og byggingarnefndar auk annarra nefnda,nema þar sem lög kveða á um annað".

Samþykkt samhljóða


9. 0906035 - Fundargerð hafnarstjórnar nr. 389
UMRÆÐUR: Til máls tóku: Gunnar Már, Garðar og Sigmar

1.Tillaga:
"Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við HH smíði á grundvelli tilboðs í þekju, lagnir og raforkumannvirki á Norðurgarði. Tilboðið hljóðar uppá 35,118,963 kr. og er 68,8% af kostnaðaráætlun"

Samþykkt samhljóða

Tillaga:
Bæjarstjórn Grindavíkur felur forstöðumanni tæknisviðs að undirbúa útboð í vigtarhús í samráði við bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð"

Samþykkt samhljóða

AFGREIÐSLA:
Afgreiðsla fundargerðarinnar samþykkt samhljóða


10. 0905009F - Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur - 501
UMRÆÐUR: Til máls tóku: Gunnar Már og Jóna Kristín og Guðmundur

10.1. 0905075 - Umsókn um byggingarleyfi.
Byggingarleyfi vegna fjarskiptamasturs á Þorbirni.

Bæjarstjórn samþykkir leyfið samhljóða


10.2. 0904007 - Endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur
Endurskoðun aðalskipulags Grindavíkurbæjar:
Tillaga:
„Bæjarstjórn leggur til að kostnaðaráætlunin vegna endurskoðunar aðalskipulags verði lögð fyrir næsta bæjarráð til umræðu"

Samþykkt samhljóða

10.3. 0905019 - Varðar starfsleyfisskilyrði losunarstaða/landmótunar í landi Grindavíkurbæjar.

10.4. 0905060 - Suðvesturlínur. Styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Mat á umhverfisáhrifum.

10.5. 0906010 - Deiliskipulagstillögur við Víðihlíð í Grindavík

Tillaga:
„Bæjarstjórn leggur til að báðar nefndirnar, skipulags- og byggingarnefnd og nefnd um félagsaðstöðu eldri borgara komi saman til viðræðna um tillögurnar og nái sameiginlegri niðurstöðu."

Samþykkt samhljóða

AFGREIÐSLA:

Afgreiðsla fundargerðarinnar samþykkt samhljóða


11. 0905007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1202
Fundargerðin lögð fram:

Til máls tóku: Guðmundur, Jóna Kristín

Afgreidd samhljóða

12. 0905008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1203
Fundargerðin lögð fram

Afgreidd samhljóða

13. 0906001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1204
Fundargerðin lögð fram

Afgreidd samhljóða

Fundargerð bæjarstjórnar nr. 387 upplesin og samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

 • Fréttir
 • 5. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018