Hvergerđingar í heimsókn

  • Fréttir
  • 15. júní 2009

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar RKÍ í heimsóknavinarverkefnum og verkefninu „Föt sem framlag" ásamt formanni og starfsmanni deildarinnar heimsóttu Grindavík á dögunum.  Byrjað var á því að koma við í Saltfisksetrinu og síðan gengið í blíðunni yfir í Blómakot og heilsað upp á fyrrverandi formanni Grindavíkurdeildar, hana Guggu, sem rekur þar myndarlega blómabúð.

Gestirnir voru sammála um að þarna væri ein krúttlegasta blómabúð sem þau hefðu komið í eftir því sem segir á heimasíðu Rauða krossins. Eftir innlit hjá Guggu var gengið yfir í húsnæði Grindavíkurdeildar Rauða krossins og þar beið kaffi og kræsingar. Glatt var á hjalla og mikið skrafað - Birna Zophaníasar las upp dæmisögu með boðskap umburðarlyndis og viðurkynningu á margbreytileika einstaklingsins sem átti sannarlega vel við og er í anda þess starfs sem unnið er af þeim sem þarna voru saman komnir.

Auðvitað voru gestirnir síðan kvaddir með söng og var vel tekið undir. Gestirnir voru yfir sig hrifnir af söng og lagavali Friðarliljanna og föluðust eftir að þær kæmu í heimsókn til Hveragerðis til að syngja á dvalarheimilinu þar og verður það líklega með haustinu. Starfsmaður Grindavíkurdeildar bauð sig fram sem rótara hjá Friðarliljunum til að geta komið með og notið gleðinnar sem söngur þeirra einatt kallar fram.

Drífa færði síðan Grindavíkurdeild bókina „Hveragerðisskáldin" að kveðjugjöf og þakkaði frábærar og ógleymanlegar móttökur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir