Góđ heimsókn

  • Fréttir
  • 11. júní 2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, mætti á æfingu hjá 5. flokki drengja og 6. flokki stúlkna og drengja í gær ásamt landsliðsstelpunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur.

Krakkarnir tóku vel á móti gestunum og spiluðu Sara Björk og Fanndís með stúlknaflokknum ásamt því að þær gáfu krökkunum mynd af landsliðinu sem þær árituðu.
Sigurður Ragnar fór að lokinni æfingu í grunnskólann þar sem hann hélt fyrirlestur fyrir 2. og 3 flokk kvenna ásamt fleiri gestum.

Fyrirlesturinn var afar fróðlegur og mikill fengur fyrir knattspyrnudeildina að fá landsliðsþjálfarann í heimsókn. Eysteinn Hauksson, yfirþjálfari yngri flokkanna, hafði veg og vanda af heimsókninni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!