Tilkynning

  • Fréttir
  • 8. júní 2009

,,Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur áréttar að eftirfarandi breytingar eru á skipan stjórnarmanna. Garðar Páll Vignisson, forseti bæjarstjórnar og annar maður á lista Samfylkingarinnar frá síðustu sveitarstjórnarkosningum hefur sagt sig úr Samfylkingunni og gengið til liðs við Vinstri græna ásamt Birni Haraldssyni oddvita F listans, flokks Frjálslyndra.
Björn Haraldsson ver meirihlutasamstarf B og S lista og ætlar starfa með meirihlutanum til loka kjörtímabilsins.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir oddviti Samfylkingarinnar og bæjarstjóri
Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæjarráðs
Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar
Hörður Guðbrandsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Björn Haraldsson, oddviti Frjálslyndaflokksins og bæjarfulltrúi."

Yfirlýsing:

„Bæjarfulltrúarnir Björn Haraldsson og Garðar Páll Vignisson tilkynna hér með að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð (VG).

Þegar þessi ákvörðun er tekin teljum við hagsmunum Grindavíkur best borgið með þessum hætti. Það er okkar trú að framtíð ýmissa aðkallandi verkefna séu best tryggð með aðkomu VG. Hér er meðal annars verið að vísa til atvinnuuppbyggingar og að möstrin í nágrenni bæjarins fari burt en þau eru leifar frá veru hersins á Íslandi. Menntaskólinn í Grindavík verði að veruleika og lönd í eigu ríkisins í lögsögu Grindavíkur verði í eigu Grindavíkurbæjar."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir