Rauđa hverfiđ vann fótboltamótiđ

  • Fréttir
  • 8. júní 2009

Knattspyrnumót hverfanna fór fram á aðalleikvanginum í Grindavík en þetta var liður í bæjarhátíðinni Sjórinn síkáti. Alls mættu hátt í eitt þúsund manns á Grindavíkurvöll til þess að fylgjast með knattspyrnuköppum á öllum aldri, konum og körlum.

Umgjörðin var skemmtileg enda sannkallað stórmót þar sem liðin fjögur fóru á kostum. Í undanúrslitum lagði Rauða liðið það Bláa með 5 mörkum gegn 1 og Græna liðið vann það appelsínugula 6-2. Mörg frábær og eftirminnileg tilþrif sáust í þessum leikjum.

Í úrslitaleik mættust því Rauða og Græna liðið. Þetta var hörku spennandi viðureign sem Gunnlaugur Hreinsson dæmdi óaðfinnanlega. En úthald Rauða liðsins var betra og svo fór að Rauða liðið vann með 3 mörkum gegn 1. Rauða liðið vann því knattspyrnumót hverfanna og brutust út mikil fagnaðarlæti í leikslok þar sem leikmenn liðsins og stuðningsmenn sungu Queen lagið We are the Campions af miklum móð.
Þóarinn Sigvaldason, framkvæmdastjóri Sjóarans síkáta, afhenti Rauða hverfinu sigurlaunin í leikslok og verður knattspyrnumót hverfanna endurtekið á næsta ári.

Fleiri myndir á http://www.flickr.com/photos/19842885@N00/3608181759/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir