Hátíđlegur Sjómannadagur

  • Fréttir
  • 8. júní 2009

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Grindavík að vanda enda hápunktur bæjarhátíðarinnar Sjóarans síkáta. Eftir sjómannamessu í Grindavíkurkirkju voru hátíðahöld við Saltfisksetrið á vegum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.

Steinn Ármann Magnússon leikari hélt hátíðarræðu og þá voru þrír sjómenn heiðraðir af félaginu. Einnig var verðlaunaafhending fyrir kappróður.

Dagskráin var fjölbreytt þennan dag og fengu allir eitthvað við sitt hæfi. Myndarleg dagskrá fyrir börnin og mikið um að vera á hátíðarsvæðinu. Fjöldi gesta lagði leið sína á hátíðarsvæðið og var þetta góður endir á frábærri sjómannahelgi í Grindavík.

Myndin var tekin að lokinni heiðrun Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Frá vinstri: Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands sem sá um viðurkenningarnar, Guðmundur Sævar Lárusson heiðurshafi og eiginkona hans Ása Ágústsdóttir. Þessu næst kemur Marta María Sveinsdóttir, tengdadóttir Einars Jónssonar heiðurshafa sem kemur næstur. Þá kemur Alda Ágústsdóttir eiginkona Kára Hartmanns heiðurshafa sem kemur næstur.

Fleiri myndir eru væntanlegar inn á myndasíðuna: http://www.grindavik.is/myndir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun