Ţorskseiđi flutt austur á Berufjörđ

  • Fréttir
  • 8. júní 2009

Um 30 þúsund þorsksseiði voru flutt frá Grindavík austur á Berufjörð í síðustu viku til eldis í sjókvíum HB-Granda. Um var að ræða ársgömul eldisseiði (100-200 g) frá Hafró á Stað og Icecod í Höfnum og voru þau sett í lest skipsins.

Síðan var sérstakri tilraunasendingu komið fyrir í fiskikerjum á dekki skipsins. Þar var um að ræða 1 þúsund ársgömul seiði frá Hafró á Stað sem hafa nánast slegið öll fyrri met í vaxtarhraða. Seiðin eru nú að meðaltali 500 g að stærð og eru tvöfalt til þrefalt stærri en fyrri seiðaárgangar við útsetningu í sjókvíar. Um er að ræða sérstakt tilraunaverkefni í samvinnu Hafró, Icecod og HB-Granda undir verkefnisstjórn Agnars Steinarssonar hjá Hafró.

Mikil afföll og hægur vöxtur hafa hamlað árangri í sjókvíaeldi þorsks á Íslandi og eldisþorskurinn er yfirleitt ekki nema 1,5-2 kg eftir 18 mánuði í sjókvíum. Vonast er til þess að afföll af tilraunafiskinum verði mjög lítil í kvíunum og jafnframt er vonast til þess að hann verði búinn að ná yfir 4 kg meðalstærð eftir 18 mánuði í sjókvíum.

Að mati Agnars verkefnisstjóra er þetta lykillinn að árangri í þorskeldi á Íslandi, þ.e. í fyrsta lagi að nota einungis fyrsta flokks seiði og í öðru lagi að seiðin hafi náð a.m.k. 350 g stærð í sumarbyrjun á öðru æviári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir