Sjómannadagsblađ Grindavíkur 2009 er komiđ út

 • Fréttir
 • 30. maí 2009
Sjómannadagsblađ Grindavíkur 2009 er komiđ út

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2009 er komið út. Blaðið kemur nú út í 21. skipti, fjölbreytt og vandað að vanda. Blaðið er hundrað síður að stærð og helsta viðfangsefnið að þessu sinni er frásögn af línuróðri með Dúdda Gísla GK þar sem viðtali við Sigurð Sævarsson, háseta og sjóara er fléttað inn í frásögnina frá róðrinum.

Í blaðinu er hefðbundið efni eins og myndafrásögn frá Sjóaranum síkáta 2008, ásamt frásögn af heiðrunum og sundmóti Sjóarans sem haldið var í fyrra í fyrsta skipti og var mikil lyftistöng fyrir hið unga sundfólk bæjarins.

Í myndagalleríi blaðsins er Þorsteinn Gunnar Kristjánsson gestur með magnaða sýningu frá loðnuvertíð en það er liðin tíð í Grindavík að finna lyktina af loðnuvertíð.

Sveinn Torfi Þórólfsson, sem búið hefur í Noregi í mörg ár, rifjar upp saltfiskpökkun í Þorbirni hf. fyrir 50 árum, og Melurinn beinir kastljósi sínu að 100 ára ártíð Steins Steinarrs, ljóðskáldsins sem fór ótroðnar slóðir, og bjó um tíma í Grindavík. Þá er frásögn frá róðri með Þorsteini Gíslasyni GK, síðasta humarbátnum í Grindavík en hann var seldur burt síðast liðið haust, Saltfisksetur Íslands er heimsótt og starfsemin skoðuð og haldið er áfram að skoða sögu hafnargerðar í Grindavík.

Sjómannadagsblaðið heimsótti Fiskmarkað í Barcelóna á síðasta ári ásamt fiskasafni borgarinnar en á fiskmarkaðnum sem er undraveröld má sjá saltfisk frá Grindavík. Lesandinn kynnist Íslenska vitafélaginu og hvernig gömul fiskimjölsverksmiðja á landsbyggðinni fékk nýtt hlutverk síðasta sumar.

Í blaðinu er auk þess fjöldi af greinum og frásögnum allt prýtt fjölda mynda að hætti ritstjórans Kristins Benediktssonar, ljósmyndara.

Blaðið verður selt næstu daga en Björgunarsveitin Þorbjörn hefur tekið að sér að heimsækja Grindvíkinga næstu daga og bjóða blaðið til sölu sem er fjáröflunarverkefni sveitarinnar. Blaðið er enn selt á 1000 kr.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. nóvember 2018

Blóđsykursmćling í Nettó í bođi Lions

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2018

Popplegur lestrarsprettur

Fréttir / 9. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

Lautafréttir / 7. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

Fréttir / 1. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

Fréttir / 6. nóvember 2018

Opinn fundur í Framsóknarhúsinu

Fréttir / 8. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 2. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 30. október 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 30. október 2018

Fćrđi skólanum steina ađ gjöf

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Nýjustu fréttir 11

A - Gjörningahátíđ / Performance Festival

 • Fréttir
 • 13. nóvember 2018

Gestafundur kvenfélags Grindavíkur

 • Fréttir
 • 10. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

 • Lautafréttir
 • 9. nóvember 2018

Sigurđur Ólafsson ráđinn sviđsstjóri

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Barnaheill bođa símalausan sunnudag

 • Grunnskólafréttir
 • 2. nóvember 2018

Ţetta vilja börnin sjá 2018

 • Bókasafnsfréttir
 • 2. nóvember 2018