Sjómannadagsblađ Grindavíkur 2009 er komiđ út
Sjómannadagsblađ Grindavíkur 2009 er komiđ út

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2009 er komið út. Blaðið kemur nú út í 21. skipti, fjölbreytt og vandað að vanda. Blaðið er hundrað síður að stærð og helsta viðfangsefnið að þessu sinni er frásögn af línuróðri með Dúdda Gísla GK þar sem viðtali við Sigurð Sævarsson, háseta og sjóara er fléttað inn í frásögnina frá róðrinum.

Í blaðinu er hefðbundið efni eins og myndafrásögn frá Sjóaranum síkáta 2008, ásamt frásögn af heiðrunum og sundmóti Sjóarans sem haldið var í fyrra í fyrsta skipti og var mikil lyftistöng fyrir hið unga sundfólk bæjarins.

Í myndagalleríi blaðsins er Þorsteinn Gunnar Kristjánsson gestur með magnaða sýningu frá loðnuvertíð en það er liðin tíð í Grindavík að finna lyktina af loðnuvertíð.

Sveinn Torfi Þórólfsson, sem búið hefur í Noregi í mörg ár, rifjar upp saltfiskpökkun í Þorbirni hf. fyrir 50 árum, og Melurinn beinir kastljósi sínu að 100 ára ártíð Steins Steinarrs, ljóðskáldsins sem fór ótroðnar slóðir, og bjó um tíma í Grindavík. Þá er frásögn frá róðri með Þorsteini Gíslasyni GK, síðasta humarbátnum í Grindavík en hann var seldur burt síðast liðið haust, Saltfisksetur Íslands er heimsótt og starfsemin skoðuð og haldið er áfram að skoða sögu hafnargerðar í Grindavík.

Sjómannadagsblaðið heimsótti Fiskmarkað í Barcelóna á síðasta ári ásamt fiskasafni borgarinnar en á fiskmarkaðnum sem er undraveröld má sjá saltfisk frá Grindavík. Lesandinn kynnist Íslenska vitafélaginu og hvernig gömul fiskimjölsverksmiðja á landsbyggðinni fékk nýtt hlutverk síðasta sumar.

Í blaðinu er auk þess fjöldi af greinum og frásögnum allt prýtt fjölda mynda að hætti ritstjórans Kristins Benediktssonar, ljósmyndara.

Blaðið verður selt næstu daga en Björgunarsveitin Þorbjörn hefur tekið að sér að heimsækja Grindvíkinga næstu daga og bjóða blaðið til sölu sem er fjáröflunarverkefni sveitarinnar. Blaðið er enn selt á 1000 kr.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur