9 dagar í Sjóarann síkáta: Björgunarsveitin Ţorbjörn í lykilhlutverki
9 dagar í Sjóarann síkáta: Björgunarsveitin Ţorbjörn í lykilhlutverki

Björgunarsveitin Þorbjörn er í algjöru lykilhlutverki á Sjóaranum síkátum. Að venju sér björgunarsveitin um umfangsmikla gæslu en tekur auk þess þátt í stórsýningu á björgunartækjum og ýmsu fleira.

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að hlutverk sveitarinnar sé fyrst og fremst að sjá til þess að enginn fari sér að voða á svæðinu og að allt fari vel fram. Ef upp komi slys á fólki eða annað sem krefst viðbragða sé björgunarsveitin til staðar. Um 40 manns eru á svæðinu á vegum björgunarsveitarinnar hverju sinni.

,,Við erum mjög sýnilegir á svæðinu. Við sjáum um ýmislegt annað eins og að loka götunum og sjá til þess að óæskileg bílaumferð sé ekki á svæðinu. Bílaumferð er bönnuð á hátíðarsvæðinu. Við erum í góðu samstarfi við kollega okkur í Reykjanesbæ, aðstoðum þá á Ljósanótt og þeir okkur á Sjóaranum síkáta svo okkar félagsmenn geti einnig notið þess að vera með fjölskyldunni," segir Bogi.

Björgunarsveitin Þorbjörn sér einnig um að allt fari vel fram á hátíðarhöldunum sem fram fara við bryggjuna eins og koddaslaginn, kararóður, sjópulsuna og ýmislegt fleira. Þá sér björgunarsveitin um öryggi í tengslum við skemmtisiglinguna og að þessu sinni verður jafnframt sýnd björgun úr sjó. Þá verða bæði björgunarskipin til sýnis við löndunarbryggjuna.

Síðast en ekki síst verður Björgunarsveitin Þorbjörn hluti af stórri björgunar- og slökkviliðssýningu við Slökkvistöð Grindavíkur sem er á vegum viðbragðsaðila á Suðurnesjum. Til sýnis verða ýmis björgunartæki og slökkvibílar og brugðið verður á leik.

,,Ég vona að veðrið verði sæmilegt og allir skemmti sér vel á Sjóaranum síkáta," sagði Bogi að endingu.
Kvennadeildin Þórkatla og unglingadeildin Hafbjörg eru einnig í stóru hlutverki en nánar verður fjallað um það á næstu dögum.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur