9 dagar í Sjóarann síkáta: Björgunarsveitin Ţorbjörn í lykilhlutverki
9 dagar í Sjóarann síkáta: Björgunarsveitin Ţorbjörn í lykilhlutverki

Björgunarsveitin Þorbjörn er í algjöru lykilhlutverki á Sjóaranum síkátum. Að venju sér björgunarsveitin um umfangsmikla gæslu en tekur auk þess þátt í stórsýningu á björgunartækjum og ýmsu fleira.

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að hlutverk sveitarinnar sé fyrst og fremst að sjá til þess að enginn fari sér að voða á svæðinu og að allt fari vel fram. Ef upp komi slys á fólki eða annað sem krefst viðbragða sé björgunarsveitin til staðar. Um 40 manns eru á svæðinu á vegum björgunarsveitarinnar hverju sinni.

,,Við erum mjög sýnilegir á svæðinu. Við sjáum um ýmislegt annað eins og að loka götunum og sjá til þess að óæskileg bílaumferð sé ekki á svæðinu. Bílaumferð er bönnuð á hátíðarsvæðinu. Við erum í góðu samstarfi við kollega okkur í Reykjanesbæ, aðstoðum þá á Ljósanótt og þeir okkur á Sjóaranum síkáta svo okkar félagsmenn geti einnig notið þess að vera með fjölskyldunni," segir Bogi.

Björgunarsveitin Þorbjörn sér einnig um að allt fari vel fram á hátíðarhöldunum sem fram fara við bryggjuna eins og koddaslaginn, kararóður, sjópulsuna og ýmislegt fleira. Þá sér björgunarsveitin um öryggi í tengslum við skemmtisiglinguna og að þessu sinni verður jafnframt sýnd björgun úr sjó. Þá verða bæði björgunarskipin til sýnis við löndunarbryggjuna.

Síðast en ekki síst verður Björgunarsveitin Þorbjörn hluti af stórri björgunar- og slökkviliðssýningu við Slökkvistöð Grindavíkur sem er á vegum viðbragðsaðila á Suðurnesjum. Til sýnis verða ýmis björgunartæki og slökkvibílar og brugðið verður á leik.

,,Ég vona að veðrið verði sæmilegt og allir skemmti sér vel á Sjóaranum síkáta," sagði Bogi að endingu.
Kvennadeildin Þórkatla og unglingadeildin Hafbjörg eru einnig í stóru hlutverki en nánar verður fjallað um það á næstu dögum.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur