Leikjadagur í frábćru veđri

  • Fréttir
  • 27. maí 2009

Hinn árlegi leikjadagur á yngsta stiginu í Grunnskóla Grindavíkur var haldinn í dag í frábæru veðri, sól og blíðu. Nemendum var skipt upp í 10 stöðvar þar sem alls kyns leikir voru í boði. Þar má nefna sprettlaup, skotbolta, eltingaleik, kúluvarp, svifdiskakast og margt fleira.

Ekki hefði verið hægt að velja sér sér betri dag til útileikja því nemendur og kennarar nutu sín sannarlega í veðurblíðunni og skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndunum.
http://skolinn.grindavik.is/myndir/0809/skolinn/leikjadaguryngstavo09/index.html


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir