Bćjarráđ nr. 1203

  • Bćjarráđ
  • 27. maí 2009

null

1203. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn á skrifstofu bæjarstjóra, miðvikudaginn 27. maí 2009 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Sigmar Júlíus Eðvarðsson, Björn Haraldsson.

Fundargerð ritaði: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir , bæjarstjóri


Dagskrá:

1. 0905059 - Skotfélag Grindavíkur óskar eftir aðstöðu fyrir félagsmenn til skotæfinga.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar, varðandi landsvæðið, hjá Skipulags- og byggingarnefnd.

2. 0905058 - Ingunn Þorsteinsdóttir óskar eftir styrk.
Erindið varðar styrk til sumarnáms í framhaldsskóla í Slóvakíu. Námið snýr að gerð orðabókar fyrir heilbrigðisgeirann auk þess að kynna land og þjóð. Bæjarráð samþykkir að veita Ingunni Þorsteinsdóttur styrk sem nemur kr.100.000. Í staðinn mun Ingunn upplýsa um verkefnið í Slóvakíu á vefsíðu bæjarins og kynna heimabæinn Grindavík á meðan á dvölinni í Slóvakíu stendur.

3. 0811067 - Breyttur fundartími bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir að fundir bæjarráðs í sumar hefjist kl.07.30 á miðvikudögum.

4. 0905065 - Grjóti skipt út fyrir hellur við Saltfisksetur Íslands.
Bæjarráð samþykkir að skipta út grjótinu fyrir neðan áhorfendapallana við Saltfisksetrið og setja þar hellulögn. Forstöðumanni tæknisviðs falið að gera verðkönnun í jarðvegsvinnu og hellulögn.

5. 0905071 - Þróun atvinnuleysis á Suðurnesjum des.2008-mai 2009
Í maí voru skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum samtals 1.765 manns, þar af 118 í Grindavík. Tölurnar sýna að full ástæða er til þess að standa vörð um atvinnustigið.

6. 0905063 - Kynning á Veiðimálastofnun.
Erindið lagt fram

7. 0905062 - Meðferð og afgreiðsla ársreiknings sveitarfélaga.
Erindið lagt fram

8. 0905070 - Áframhaldandi vinna við eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Erindið lagt fram

9. 0905061 - Þjónustusamningur við leikskóla.
Erindið lagt fram

10. 0905053 - Byggingarnefnd Hópsskóla.
Fundargerðin lögð fram

11. 0905068 - Til umsagnar- reglur um skólaakstur.
Erindinu vísað til Skólamálafulltrúa til umsagnar fyrir 12. júní n.k.

12. 0905052 - 6. Fundurnefndar um uppbyggingu á félagsaðstöðu fyrir eldri borgara.
Fundargerðinni vísað til Skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar varðandi breytingar á deiliskipulagi.

13. 0905054 - 2. fundur Festisnefndin
Fundargerðin lögð fram

14. 0905055 - 3. fundur Festisnefndin.
Fundargerðin lögð fram

15. 0905056 - 382.fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi fyrirhugaðar breytingar á rekstrarformi Kölku.

16. 0905022 - 212. fundur Heilbrigðisnefnd Suðurnesja.
Fundargerðin lögð fram

17. 0905067 - Aðalfundur Suðurlindia ohf., haldinn í sal bæjarstjórnar Grindavíkur 12.05.09
Fundargerðin lögð fram


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir