Fundur hjá grćna hverfinu
Fundur hjá grćna hverfinu

Ætlunin er að virkja sem flesta bæjarbúa í tengslum við bæjarhátíðina Sjóarann síkáta. Búið er að skipta bænum upp í fjögur hverfi eftir litum og eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta sín hverfi. Heyrst hefur af metnaðarfullu og skreytingarglöðu fólki í hverfunum sem bíður spennt. Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hefur græna hverfið tekið forskotið í þessum efnum því boðað hefur verið til mikils leynifundar í kvöld þar sem ákveðnar verða skreytingar fyrir hátíðina.

Föstudaginn 5. júní er skipulagt að götugrill verði í hverfunum kl. 18 og kl. 19:30 verður litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu þar sem verður bryggjuball með grindvískum hljómsveitum, Bakkalábandinu og vinsælustu hljómsveit Íslands í dag, Ingó og Veðurguðunum.

Litaskrúðgangan föstudaginn 5. júní kl. 19:30 verður skipulögð með eftirfarandi hætti:

Appelsínugula hverfið leggur af stað frá listaverkinu Segl á hringtorginu við Hópsbraut.
Bláa hverfið leggur af stað frá Flagghúsinu.
Græna hverfið leggur af stað frá horni Borgarhrauns og Leynisbrautar.
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara.

HVERFASKIPTINGIN Í GRINDAVÍK Á SJÓARANUM SÍKÁTA:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Hópsbraut, Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp.

Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðvegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.

Græna hverfið (skeljar)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör, Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.

Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir, Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir, Efstahraun, Gerðavellir.

(PRENTIÐ ÚT OG GEYMIÐ)

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur