Fundur hjá grćna hverfinu

 • Fréttir
 • 26. maí 2009
Fundur hjá grćna hverfinu

Ætlunin er að virkja sem flesta bæjarbúa í tengslum við bæjarhátíðina Sjóarann síkáta. Búið er að skipta bænum upp í fjögur hverfi eftir litum og eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta sín hverfi. Heyrst hefur af metnaðarfullu og skreytingarglöðu fólki í hverfunum sem bíður spennt. Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hefur græna hverfið tekið forskotið í þessum efnum því boðað hefur verið til mikils leynifundar í kvöld þar sem ákveðnar verða skreytingar fyrir hátíðina.

Föstudaginn 5. júní er skipulagt að götugrill verði í hverfunum kl. 18 og kl. 19:30 verður litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu þar sem verður bryggjuball með grindvískum hljómsveitum, Bakkalábandinu og vinsælustu hljómsveit Íslands í dag, Ingó og Veðurguðunum.

Litaskrúðgangan föstudaginn 5. júní kl. 19:30 verður skipulögð með eftirfarandi hætti:

Appelsínugula hverfið leggur af stað frá listaverkinu Segl á hringtorginu við Hópsbraut.
Bláa hverfið leggur af stað frá Flagghúsinu.
Græna hverfið leggur af stað frá horni Borgarhrauns og Leynisbrautar.
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara.

HVERFASKIPTINGIN Í GRINDAVÍK Á SJÓARANUM SÍKÁTA:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Hópsbraut, Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp.

Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðvegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.

Græna hverfið (skeljar)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör, Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.

Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir, Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir, Efstahraun, Gerðavellir.

(PRENTIÐ ÚT OG GEYMIÐ)

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. nóvember 2018

Blóđsykursmćling í Nettó í bođi Lions

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2018

Popplegur lestrarsprettur

Fréttir / 9. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

Lautafréttir / 7. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

Fréttir / 1. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

Fréttir / 6. nóvember 2018

Opinn fundur í Framsóknarhúsinu

Fréttir / 8. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 2. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 30. október 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 30. október 2018

Fćrđi skólanum steina ađ gjöf

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Nýjustu fréttir 11

A - Gjörningahátíđ / Performance Festival

 • Fréttir
 • 13. nóvember 2018

Gestafundur kvenfélags Grindavíkur

 • Fréttir
 • 10. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

 • Lautafréttir
 • 9. nóvember 2018

Sigurđur Ólafsson ráđinn sviđsstjóri

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Barnaheill bođa símalausan sunnudag

 • Grunnskólafréttir
 • 2. nóvember 2018

Ţetta vilja börnin sjá 2018

 • Bókasafnsfréttir
 • 2. nóvember 2018