11 dagar í Sjóarann síkáta: Frábćrar hljómsveitir á borđ viđ Ego og Stjórnina

  • Fréttir
  • 26. maí 2009

Að venju verða vinsælustu hljómsveitir landsins í bland við minni þekktari á Sjóaranum síkáta og troða þær upp á skemmtunum, dansleikjum og tónleikunum. Grindvískar hljómsveitir setja nokkurn svip á dagskrána.

Hljómsveitin Meðbyr treður upp á Óskalögum sjómanna á fimmtudagskvöldinu í Salthúsinu þar sem verður skemmtun og fjöldasöngur, kl. 20 og 22:10.

Á bryggjuballinu á föstudagskvöldinu kl. 20 troða upp grindvískar unglingahljómsveitir.

Bakkalábandið, sem sló í gegn í Menningarvikunni, leikur og syngur á bryggjuballinu. Bakkalábandið skipa Vísissystkinin Pétur, Páll Jóhann, Sólný, Kristín, Svanhvít og Margrét Pálsbörn ásamt þeim Ársæli Mássyni og Sveini Guðjónssyni.

Hápunktur kvöldsins verður þegar Bubbi Morthens og félagar í Ego sjá um fjörið á bryggjuballinu.

Á Salthúsinu þetta kvöld mun hin magnaða grindvíska hljómsveit Geimfararnir sjá um fjörið.

Á laugardagskvöldinu verður nóg um að vera en svona lítur dagskráin út:

20:00-22:30 Blues tónleikar í Salthúsinu. Johnny and the rest, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal og Strákarnir hans Sævars.
21:00-24:00 Diskótek í Þrumunni (Kvennó) fyrir 14-18 ára. DJ Sigvaldi sér um fjörið.
22:00-03:00 Harmonikuball á Brim með harmonikufélaginu Suðurnesjamönnum. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Salthúsið: Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Lukku Láki: Hljómsveitin Dalton leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark.
23:00-04:00 Íþróttahúsið, ball á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG: Hljómsveitin Skítamórall sér um fjörið. 18 ára aldurstakmark.

Á sunnudagskvöldinu verða tvennir tónleikar:

21:00-23:00 Tónleikar í Salthúsinu með TNT sem hljómsveitin tileinkar hinni einu og sönnu AC DC.

20:00 Heiðanna ró - Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir í Saltfisksetrinu.
Hér leika landsþekktir tónlistarmenn þekkt sönglög og ljóð í bland við vinsæl dægurlög sem endurspegla hinn íslenska sveitalífsanda seinustu aldar, - lög sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í áratugi og hafa fyrir löngu fest sig í sessi hér á landi, hvort sem þau eru íslensk eða ekki.
Björn Thoroddsen - gítar,
Andrea Gylfadóttir - söngur
Jón Rafnsson - bassi
Jóhann Hjörleifsson - trommur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir