Geirfuglinn međ ađra risa lúđu
Geirfuglinn međ ađra risa lúđu

Línubeitningarbáturinn Geirfugl GK 66 gerir það gott á lúðuveiðum 100 mílur vestur af landinu. Geirfugl GK 66 kom til Grindavíkurhafnar í nótt með fullan bát af lúðu eða um 3 tonn. Þetta var þriðji lúðutúrinn og að þessu sinni var stærsta lúðan heil 130 kg borið saman við 110 kg í síðasta túr.

Að sögn Jóns Gauta Dagbjartssonar stýrimanns, er lítið mál að eiga við svona risa lúður því þær eru rólegar og virðast saddar lífdaga, eins og hann komst að orði, enda líklega orðnar 30 ára gamlar. Þær minni og yngri séu mun sprækari.

,,Svo er auðvitað lítið mál fyrir svona Manchester United jaxla eins og okkur að eiga við svona skrímsli. Ef það væru bara Liverpoolmenn um borð væru þeir að fá helmingi minni lúður en segðu söguna eins og um risa lúður væri að ræða, eins og þessa hérna," sagði Jón Gauti og klappaði lúðunni vinalega.
Geirfugl GK 66 heldur aftur á lúðumiðin á sunnudaginn.

Á myndinni eru Haukur Einarsson skipstjóri, Jón Ásgeir Halldórsson háseti og Jón Gauti Dagbjartsson stýrimaður, við löndun á risa lúðunni í morgun.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur