Geirfuglinn međ ađra risa lúđu

  • Fréttir
  • 22.05.2009
Geirfuglinn međ ađra risa lúđu

Línubeitningarbáturinn Geirfugl GK 66 gerir það gott á lúðuveiðum 100 mílur vestur af landinu. Geirfugl GK 66 kom til Grindavíkurhafnar í nótt með fullan bát af lúðu eða um 3 tonn. Þetta var þriðji lúðutúrinn og að þessu sinni var stærsta lúðan heil 130 kg borið saman við 110 kg í síðasta túr.

Að sögn Jóns Gauta Dagbjartssonar stýrimanns, er lítið mál að eiga við svona risa lúður því þær eru rólegar og virðast saddar lífdaga, eins og hann komst að orði, enda líklega orðnar 30 ára gamlar. Þær minni og yngri séu mun sprækari.

,,Svo er auðvitað lítið mál fyrir svona Manchester United jaxla eins og okkur að eiga við svona skrímsli. Ef það væru bara Liverpoolmenn um borð væru þeir að fá helmingi minni lúður en segðu söguna eins og um risa lúður væri að ræða, eins og þessa hérna," sagði Jón Gauti og klappaði lúðunni vinalega.
Geirfugl GK 66 heldur aftur á lúðumiðin á sunnudaginn.

Á myndinni eru Haukur Einarsson skipstjóri, Jón Ásgeir Halldórsson háseti og Jón Gauti Dagbjartsson stýrimaður, við löndun á risa lúðunni í morgun.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Bókasafnsfréttir / 9. ágúst 2018

Sumarlestur bókasafnsins endar brátt

Fréttir / 4. ágúst 2018

Sundlaugin opin á mánudaginn

Bókasafnsfréttir / 2. ágúst 2018

Bókasafniđ lokađ á morgun

Fréttir / 30. júlí 2018

Frćđsluganga viđ Ţorbjörn á morgun

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Fréttir / 23. júlí 2018

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Nýjustu fréttir 11

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

  • Grunnskólafréttir
  • 11. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2018

Opiđ Sviđ í 37. sinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. júlí 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2018