Intersport-deildin: Njarđvík, Keflavík og Grindavík tapa öll

  • Fréttir
  • 2. febrúar 2004

NJARĐVÍK-HAMAR 73-90

 

Njarđvíkingar komu inn í ţennan leik án ţeirra Brentons Birmingham og Brandons Woudstra, sem eru báđir meiddir, en Friđrik Ragnarsson ţjálfari ţeirra var ađ vona ađ liđiđ myndi vaxa viđ ţessa raun og sýna hvađ í ţví bjó. Styst frá ađ segja varđ honum ekki ađ von sinni og brugđust ţeir stuđningsmönnum sínum sem fjölmenntu í Ljónagryfjuna.

 

Njarđvíkingar léku afleitan leik ţar sem hugur leikmanna virtist vera víđs fjarri og Hamarsmenn nýttu sér ţađ til fullnustu. Gestirnir tóku leikinn föstum tökum allt frá fyrsta leikhluta og náđu ţar 12 stiga forystu sem ţeir héldu allt til loka. Í hálfleik var stađan 24-47 fyrir Hamar en í byrjun ţriđja leikhluta keyrđu ţeir yfir lánlausa Njarđvíkinga og juku muninn í 30 stig. Heimamenn áttu sínar rispur í seinni hálfleik sem sýndu ađ ţrátt fyrir ađ lykilmenn vantađi voru samt leikmenn á vellinum sem ćttu ađ leggja Hamar ađ velli. En allt kom fyrir ekki og eftir hverja rispu duttu ţeir niđur í sama fariđ og hleyptu Hamri alltaf fram úr á nýjan leik. Ţegar ţrjár mínútur lifđu enn af leiknum var munurinn 15 stig og uppgjöfin var alger. Lokatölur voru eins og fyrr segir 73-90 og ţurfa Njarđvíkingar ađ taka sig á áđur en illa fer í deildinni.

 

Dómgćslan var harđlega gagnrýnd úr áhorfendastúkunni og af bekkjunum en dómarar leiksins dćmdu tćplega 60 villur í leiknum. Undir lokin voru tveir leikmenn úr hvoru liđi komnir út af međ fimm villur og Njarđvíkingurinn Páll Kristinsson hafđi veriđ sendur í sturtu fyrir ađ stjaka viđ öđrum dómaranum. Ţetta er ţví í annađ skipti í tveimur leikjum sem ţessi dagfarsprúđi leikmađur og sómadrengur gerir sig sekan um óíţróttamannslega framkomu, en honum og Gunnari Einarssyni lenti saman í leiknum á föstudaginn var. Slík hegđun er ekki til eftirbreytni og tekur Páll sér vonandi taki í framtíđinni, en hann mun sennilega missa af bikarleiknum um nćstu helgi og versnar ţá enn stađa Njarđvíkinga.

 

Friđrik var ómyrkur í máli gagnvart frammistöđu sinna manna í leiknum sem hann sagđi hafa veriđ arfaslaka. ?Ţetta var bara skelfilega lélegt hjá okkur og mér finnst ótrúlegt ađ ţađ sé ekki karakter í liđinu til ađ snúa bökum saman ţegar á móti blćs. Ţetta verđur ekki skemmtilegur bikarleikur f fram fer sem horfir. Svo var dómgćslan í kvöld sú versta sem ég hef séđ á mínum 18 ára ferli. Ţessir dómarar eru ţeir alverstu sem ég hef séđ!? Ađ lokum var Friđrik spurđur hvort hann hafi séđ eitthvađ jákvćtt í leik sinna manna í kvöld. Ţví neitađi hann og sagđist ekkert gott hafa séđ.

 

Stigahćstir:

Njarđvík: Friđrik Stefánsson 26/10, Páll Kristinsson 20, Kristján Sigurđsson 9.

Hamar: Chris Dade 24, Marvin Valdimarsson 15.

 

Hér má finna tölfrćđi leiksins

 

 

HAUKAR-GRINDAVÍK 89-79

 

Grindvíkingar, sem virtust nćr ósigrandi fyrir áramót hafa alls ekki fundiđ sig í síđustu leikjum og eru nú búnir ađ missa toppsćtiđ í hendur Snćfellinga međ tapi fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld.

Meiđslavandrćđi Grindvíkinga halda áfram ţar sem Páll Axel Vilbergsson, fyrirliđi ţeirra og stigahćsti Íslendingurinn í deildinni í vetur, var ekki í leikmannahópnum sökum eymsla í nára. Hans var greinilega sárt saknađ, en Stan Blackmon, sem er til reynslu hjá liđinu, virtist ekki geta fyllt í skarđiđ.

 

Leikurinn var jafn í byrjun og var stađan 23-23 ađ loknum fyrsta leikhluta. Í ţeim nćsta voru gestunum eitthvađ mislagđar hendur ţví Haukarnir náđu 10 stiga forystu fyrir leikhlé, 45-35. Í seinni hálfleik náđu Grindvíkingar ekki ađ saxa á forskotiđ ţrátt fyrir góđa viđleitni og misstu ţví tvö dýrmćt stig í toppbaráttunni.

 

Víkurfréttir náđu ekki sambandi viđ Friđrik Inga Rúnarsson, ţjálfara Grindavíkur, eftir leikinn.

 

Stigahćstir:

Grindavík: Lewis 30, Blackmon 19.

Haukar: Manciel 31/13.

 

Hér má finna tölfrćđi leiksins

 

 

SNĆFELL-KEFLAVÍK 94-90

 

Snćfellingar hafa sýnt og sannađ í síđustu leikjum ađ ţeir eru ekkert ?spútnikliđ?, heldur eru ţeir međ heilsteypt liđ, góđan og sterkan mannskap og skap til ađ takast á viđ ţá bestu og hafa unniđ síđustu sjö leiki sína og ţar á međal eru liđ eins og Grindavík og KR, en í kvöld voru ţađ Keflvíkingar sem máttu bíta í ţađ súra.

 

Strax í fyrsta leikhluta var eins og gestirnir vćru ekki vakandi í vörninni, en Hólmarar skoruđu 29 stig gegn 19 stigum Keflvíkinga. Ţađ sem eftir lifđi fyrri hálfleiks var leikurinn jafnari og höfđu Snćfellingar einungis 4 stiga forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik náđu heimamenn aftur undirtökunum og náđu 11 stiga forskoti fyrir síđasta leikhluta. Í honum mćttu Keflvíkingar loks til leiks og náđu ađ jafna leikinn 88-88, en komust aldrei yfir. Umdeilt atvik átti sér stađ undir lokin ţegar munurinn var 2 stig Snćfelli í vil og Nick Bradford keyrir upp ađ körfu heimamanna en er stöđvađur af vörninni og vildu Keflvíkingar fá víti fyrir vikiđ. Ekkert varđ af ţví og Snćfell vann góđan sigur og tyllti sér í toppsćti deildarinnar.

 

Guđjón ţjálfari var ekki sáttur međ leik sinna manna í leiknum og sagđi margt hafa mátt fara betur. ?Sóknin var lengi í gang hjá okkur, en svo vorum viđ ađ gefa ţeim alltof mikiđ af auđveldum skotum. Svo hefđi ţetta getađ dottiđ okkar megin ţegar var brotiđ á Nick undir lokin. Dómgćslan var svolítiđ skrítin ţar sem ţeir fengu 35 víti og viđ fengum 17 á móti sem mér fannst of mikill munur, en ţeir eru međ gott liđ og sterka stráka og ţađ verđur ekki af ţeim tekiđ.?

 

Stigahćstir:

Keflavík: Allen 28/15, Bradford 28, Arnar Freyr 11, Gunnar Einarsson 11.

Snćfell: Whitmore 33/10, Dotson 18, Hlynur Bćringsson 13/12.

 

Hér má finna tölfrćđi leiksins

 

 

Ađ 16. umferđinni lokinni eru Snćfellingar efstir í deildinni međ 26 stig, eins og ţegar hefur komiđ fram, og Grindvíkingar eru í öđru međ jafn mörg stig, en lakari árangur í innbyrđisviđureignum. Keflvíkingar og Njarđvíkingar eru í ţriđja og fjórđa sćti međ 20 stig, en Keflvíkingar eiga leik gegn Breiđabliki til góđa. Ţannig mega liđin herđa sig ef Snćfell á ekki ađ skjóta ţeim öllum ref fyrir rass og hirđa deildarmeistaratitilinn.

Vf-Myndir: Héđinn Eiríksson og Hilmar Bragi Bárđarson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir