Listakonur í vinnubúđum

  • Fréttir
  • 18. maí 2009

Myndlistafólk í Grindavík datt heldur betur í lukkupottinn því um helgina bauð Helga Kristjánsdóttir listakona upp á fjögurra daga vinnubúðir undir leiðsögn listmálarans Bjarna Sigurbjörnssonar. Vinnubúðirnar fóru fram í listastofu Helgu sem er björt og rúmgóð og hentar vel undir námskeið af þessu tagi. Að sögn Helgu tókst námskeiðið mjög vel. Alls mættu 11 konur, þar af tvær úr Reykjanesbæ og Reykjavík.

„Vonandi fáum við karla líka á svona námskeið í framtíðinni. Ég hef sjálf farið á svona námskeið í Reykjavík sem var töluvert lengra en þetta. Við hefðum verið til í að hafa þetta í þrjá daga í viðbót en því varð ekki við komið núna. Við voru að frá morgni til kvölds og á kafi í vinnu. Mér finnst gaman að geta nýtt húsnæðið í þetta og jafnvel verður hægt að bjóða upp á eitthvað meira næsta vetur eins og námskeið fyrir unglinga," segir Helga.

Þegar tíðindamann bar að garði í gær var greinilegt að listakonurnar höfðu ekki setið auðum höndum því litrík og falleg málverk blöstu við um alla vinnustofuna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir