Sjúkraţjálfun opnar á ný - Grindavíkurbćr gefur tćki

  • Fréttir
  • 15. maí 2009

Heilsugæslan í Grindavík býður upp á sjúkraþjálfun á ný eftir árs hlé, Grindvíkingum til mikillar ánægju. Til þess að hægt væri að opna starfsemina á ný vantaði tæki og tól og hljóp Grindavíkurbær undir bagga með heilsugæslunni og gaf æfinga- og lasertæki fyrir tæpar tvær milljónir króna.

Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs, afhenti tækin formlega við athöfn í sjúkraþjálfunarsal Heilsugæslu Grindavíkur í gær. Petrína fagnaði því að sjúkraþjálfunin hefði opnað á nýjan leik. Þá gaf Verkalýðsfélag Grindavíkur svokallaðan bráðavagn sem er nauðsynlegur á stofnun sem þessari og fór Laufey S. Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar, yfir gagnsemi bráðavagnsins.

Inga Tirone hefur tekið til starfa sem sjúkraþjálfari hjá Heilsugæslu Grindavíkur. Óhætt er að segja að mikil þörf hafi verið á þessari þjónustu í Grindavík því strax frá fyrsta degi opnunarinnar hefur verið nóg að gera og er svo komið að myndast hefur biðlisti.

Á efstu myndinni er Inga sjúkraþjálfari að leiðbeina hvernig þrekhjólið virkar. Sirrý hjúkrunarfræðingur fylgist með. Á myndinni að neðan má sjá hópinn sem var viðstaddur þegar afhendingin fór fram í gær. Á myndinni þar fyrir neðan er Inga sjúkraþjálfari og á neðstu myndinni er Laufey hjúkrunarfræðingur að sýna bráðavagninn. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!