Grindvíkingur vikunnar: Ásta garđyrkjustjóri

  • Fréttir
  • 15. maí 2009

Grindvíkingur vikunnar að þessu sinni er Ásta Jóhannesdóttir, garðyrkjustjóri Grindavíkurbæjar. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana við að setja niður vorlauka, blóm og fegra bæinn. Ásta svaraði nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn? Ásta Agnes Jóhannesdóttir.
Fjölskylduhagir? Maðurinn minn er Páll Gíslason, gröfukarl. Börn eru Jóhanna Marsibil 22 ára frönskunemi í Háskóla Íslands og Stefanía Ágústa, 16 ára nemi í Grunnskóla Grindavíkur.
Starf? Garðyrkjufræðingur hjá Grindavíkurbæ og fjárbóndi með 18 ær og 1 hrút á Höllustöðum.
Uppáhalds-
...maturinn?
Soðin ný ýsa, saltfiskur með öllu tilheyrandi og að sjálfsögðu lambalæri a la Palli.
...drykkurinn? Íslenska vatnið við þorsta og gott rauðvín með lærinu.
...staðurinn? Garðurinn heima og Skagafjörðurinn (Hjaltadalurinn).
...leikarinn? Pétur Jóhann.
...blómið? Það er af Hádegisblómaætt (Aizoaceae) Hádegisblóm ( Dorotheanthus bellidiformis).
...plantan? Plantan er af Rósaætt (Rosaceae) Ilmreynir (Sorbus aucuparia).
...íþróttamaðurinn? Enginn sérstakur.
...liðið? Grindavíkurliðið í knattspyrnu.
Ef þú værir ein á eyðieyju í eitt ár. Hvaða fimm hluti tækir þú með þér? Garðyrkjuskruddurnar til að glugga í, Fengna á, beittan hníf, sængina mína, íslenskt súkkulaði.
Hvað er best við Grindavík? Góður staður og miklir möguleikar
Hvernig gengur að gróðursetja fyrir sumarið? Túlipanarnir eru að koma upp og byrjaðir að blómstra og verða blómakerin keyrð út þegar veður fer að lagast. Er búin að ná í 4500 tré og runnaplöntur sem fara í tjaldsvæðið og hringtorgin.
Hluti sumarblómanna koma í næstu viku sem verða gróðursett fyrir Sjómannadag og seinni hluti blómanna verður gróðursettur fyrir 17. júní.
Eitthvað að lokum? Sumarið er komið, allir glaðir, göngum vel um bæinn okkar og áfram Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun