Endurskođuđ fjárhagsáćtlun 2009

  • Fréttir
  • 14. maí 2009

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2009 var tekin fyrir og afgreidd á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Í bókun meirihlutans kemur fram að reiknað er með að tekjur samantekinna reikningsskila A og B hluta Grindavíkurbæjar milli áranna 2008 og 2009 lækki um 84 milljónir og vaxtatekjur lækki einnig um rúmar 100 milljónir. Lækkun tekna myndast m.a. af mistökum frá jöfnunarsjóði sem lækka tekjur Grindavíkurbæjar um tæpar 125 milljónir. Fjárfesting í varanlegum fastafjármunum er um 763 milljónir frá því að vera 698 milljónir árið á undan.

Lausafjárstaða er ekki mikil um þessar mundir og er því áætluð einungis 100 milljón króna langtíma lántaka á árinu 2009 sem er vegna Hafnarsjóðs. Á árinu 2008 var þessi lántaka 420 milljónir ásamt því að skertur var höfuðstóll af fjármunum Grindavíkurbæjar um rúmar 213 milljónir. Þörf er þá á því að skerða höfðustól enn frekar til að mæta fjárfestingum ársins og er áætlun um skerðingu uppá 480 milljónir.
Það er mikill metnaður hjá bæjarfélaginu í uppbyggingu Grindvísks samfélags m.a. með byggingu nýs skóla og Auðlindastefnu bæjarins til að efla atvinnulíf bæjarins. Við stefnum að því að standa klár þegar ný atvinnutækifæri og fjölskyldur vilja sækja til Grindavíkur og til þess þarf að fjárfesta til framtíðar, að því er í segir í bókun meirihlutans.

Bókun
Samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir vegna ársins 2009 kemur í ljós að varnaðarorð okkar Sjálfstæðismanna sem við létum falla á fundi bæjarstjórnar í des. 2008 að vaxtatekjur og skatttekjur væru stórleg ofmetnar og að rekstur bæjarfélagsins mundi þenjast út eru að koma í ljós.
Samkvæmt áætluninni fyrir árið 2009 munu bæði vaxtatekjur og skatttekjur minnka um 210 miljónir en rekstrarkostnaður einungis dragast saman um 45 milljónir í fræðslu og uppeldismálum. Er það aðallega vegna frestunar á Hópsskóla sem fulltrúar D-lista hafa ítrekað bent á.
Reksturinn mun verða á núlli þrátt fyrir vaxtatekjur af hitaveitusjóðnum uppá 660 milljónir.
Þetta veldur því að langmestu leyti að fé til framkvæmda þarf að koma af H.S. sjóði bæjarins eða lánsfé.
Fulltrúar D lista vilja benda á að samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009 mun H.S. sjóðurinn enn rýrna eða um kr 476 milljónir króna úr 4,2 milljörðum niður í 3,7 milljarða á árinu 2009.
Rekstarniðurstaða áætlunar 2009 án fjármagnsliða og afskrifta verður -595 milljónir sem þýðir að rekstur bæjarins er að bólna út um tæpar 600 milljónir hjá meirihluta B og S lista.
Ef að hlutabréf Hitaveitunar hefðu ekki verið seld hefði þurft að taka þessa peninga að láni til að eiga fyrir rekstrinum.
Fulltrúar D-lista


Tillaga
Fulltrúar D-Lista gera það að tillögu sinni að frestað verði byggingu þjónustuhúss á tjaldsvæði fram yfir áramót, en í stað þess verði byggð búningsaðstaða við Fjölnotahúsið.
Greinargerð.
Það er ljóst að úr því sem komið er mun þjónustuhús á tjaldstæði ekki nýtast fyrr en næsta sumar en búningsaðstaða við Fjölnotahús mun nýtast börnunum okkar og öðrum notendum í haust og vetur.
Fulltrúar D-Lista

Tillagan er felld með 4 atkvæðum, Björn situr hjá.

Bókun
Til að skapa heildstæða mynd á gott og vaxandi byggðarlag, hafa nefndir verið skipaðar til að leggja til hugmyndir að framtíðarsýn, forgangsröðun og uppbyggingu á annars vegar byggingarreit Festis og hins vegar Íþróttasvæðinu. Þessar nefndir munu innan tíðar skila af sér tillögum. Þess vegna er ágæt tillaga Sjálfstæðismanna varðandi búningaðstöðu við Hópið ekki tímabær að svo stöddu.
Fulltrúar B- og S-lista

Tillaga
Fulltrúar D-Lista leggja til að framkvæmdum við 3. hæð stjórnsýsluhúss verði frestað þar til búið er að taka ákvörðun um hvort stjórnsýslan verði flutt í Festi í framtíðinni.
Greinargerð
Starfandi er nefnd sem hefur það verkefni að koma með hugmyndir að nýtingu Festis til framtíðar. Æskilegt væri að álit nefndarinnar lægi fyrir áður en framkvæmdir hæfust.
Fulltrúar D-lista

Tillagan er felld með 4 atkvæðum, Björn situr hjá.

Bókun
Það er öllum ljóst að ef fjármunir af sölu hlutarins í HS hefðu ekki komið til árið 2007 þá væri rekstrarumhverfi Grindavíkurbæjar allt annað. Þá hefði eflaust verið meiri aðgát höfð við uppbyggingu og framkvæmdir frá þessum tíma, sem hafa áhrif á reksturinn.
Sjálfstæðismenn tóku undir bókanir um þjónustugjöld, fasteignagjöld og skattaprósentuna.
Bæjarfulltrúar hafa allir samþykkt það að þessi gjöld hafa nú verið óbreytt í á þriðja ár.
Afstaða þessa meirihluta er að halda atvinnustiginu uppi m.a. með framkvæmdum við þjónustuhúsið, þriðjuhæðina og fleiri atvinnuskapandi framkvæmdir. Það hvílir mikil ábyrgð á bæjaryfirvöldum að mæta versnandi atvinnuástandi.
Fulltrúar B- og S-lista

Bókun
Fulltrúar D-Lista harma að meirihluti S og B Lista skuli enn ætla að sólunda fjármunum okkar bæjarbúa með þessum hætti, því ljóst er að þessi stækkun mun ekki þjóna framtíðarþörfum fyrir stjórnsýslu bæjasrins og kosta tvöfalt meira en áætlanir gera ráð fyrir.
Jafnframt vísa fulltrúar D-lista í að beðið verði eftir áliti nefndar um nýtingu Festis, á sama máta og fulltrúar meirihluta vísa í nefndarálit í sinni bókun.
Fulltrúar D-lista

Tillaga
Fulltrúar D-Lista leggja til lækkun launa bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og nefndarmanna um 15% frá og með 1. júní næstkomandi.
Fulltrúar D-lista

Tillagan er felld með 5 atkvæðum á móti atkvæðum fulltrúa D-lista

Bókun
Með þessari ákvörðun er ljóst að meirihluti B og S lista hefur engan vilja til að leiða niðurskurð og aðhald í rekstri bæjarins. Samkvæmt niðurstöðu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar gefur hún full tilefni til aðhalds.
Fulltrúar D-lista

Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 er samþykkt með 4 atkvæðum, Björn, Pétur og Sigmar sitja hjá.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir