Skemmtilegir vortónleikar

  • Fréttir
  • 11. maí 2009

Vortónleikar nemenda í Tónlistarskóla Grindavíkur fóru fram á laugardaginn. Haldnir voru þrennir tónleikar en á þeim síðustu komu eingöngu fram söngnemendur við skólann og er fjallað um þá í annarri frétt á síðunni. Tónleikararnir voru að venju vel sóttir. Tónleikarnir tókust mjög vel enda nemendurnir búnir að leggja mikið á sig í vetur.

Fjölbreytnin var í fyrirrúmi á tónleikunum. Leikið var á píanó, fiðlu, þverflautu, gítar, rafgítar, blásturshljóðfæri auk annarra hljóðfæra og þá kom fram slagverkshópur. Einnig kom lúðrasveit skólans fram eftir nokkurt hlé en æfingar hófust fyrir nokkrum vikum. Er virkilega gaman til þess að vita að lúðrasveit skuli vera starfandi á nýjan leik. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Tristan Willems.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir