Skemmtilegar uppákomur í grunnskólanum

  • Fréttir
  • 8. maí 2009

Á vorin bregða nemendur grunnskólans gjarnan á leik og er þá margt skemmtilegt um að vera. Undanfarið hafa 5. bekkingar verið að læra um hindúa-, búddha-, islams-, gyðinga-. og kristna trú. Unnið var í hópum og hver hópur tók fyrir eitt trúarbragð.

Heimilda var leitað í bókum og á netinu og margir fundu til hluti og fylgihluti sem tengjast hverju trúarbragði og var það haft til sýnis í stofunni. Nemendur í 5. bekk buðu svo til sín gestum úr 8. bekk. Fluttu nemendur verkefnið fyrir eldri krakkana, sýndu þeim vinnu sína og buðu þeim jafnframt upp á djús og kökur sem þeir höfðu búið til með stuðnings-fulltrúunum sínum. Efstu myndirnar og myndin hér til hliðar voru teknar af þessu tilefni.

Líf og fjör hefur verið í 1.H nú sem endranær. Um þessar mundir er m.a. álfaþema og fóru börnin í tilefni af því í vettvangsferð og skoðuðu álfahól þar sem myndin að neðan var tekin.

Nemendur í 1. bekk H, P og JR hittu vini sína í Stjörnuhópum leikskólanna og fóru saman í leiki á Rollutúinu. Þetta er síðasta samveran hjá þessum hópum á þessu skólaári. Myndin er neðan var tekin á Rollutúninu. Fleiri myndir frá þessum uppákomum eru á heimasíðu grunnskólans.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!