1. maí kaffi í verkalýđshúsinu

  • Fréttir
  • 30. apríl 2009

Að venju verður 1. maí kaffi í verkalýðshúsinu við Víkurbraut fyrir félagsmenn. Verkalýðsfélag Grindavíkur stendur fyrir kaffinu og verður opið frá kl. 14:30 til 17:00. Að sögn Benónýs Benediktssonar, formanns Verkalýðsfélags Grindavíkur, er honum efst í huga ástandið í þjóðfélaginu á þessum baráttudegi verkalýðsins.

Benóný nefnir þar skerðingu lífeyris og atvinnuleysi en sem betur fer er atvinnuleysi í Grindavík minna en víðast hvar en það mælist hér um þrjú prósent. Segir Benóný að það megi þakka fyrst og fremst öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum í bænum og nefnir hann Þorbjörn sem dæmi en þar eru um 300 manns í vinnu, til sjós og lands.

Hann hvetur félagsmenn sína til þess að fjölmenna í 1. maí kaffið á morgun.

Myndin er úr Ljósmyndasafni Grindavíkur og var tekin á sínum tíma í Fiskanesi. Þarna má sjá Jónu Þorkelsdóttur og Sigríði Gunnlaugsdóttur að pakka.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir