Ţýskur blađamađur heimsćkir líkkistusmíđaverkstćđiđ

  • Fréttir
  • 28. apríl 2009

Líkkistusmíðaverkstæðið í Grindavík sem byggingaverktakafyrirtækið Norðanmenn opnaði í janúar hefur vakið  mikla athygli og er ekkert lát þar á. Báðar sjónvarpsfréttastofur landsins hafa fjallað um líkkistusmíðina og innan skamms verður myndarleg umfjöllun í Morgunblaðinu. Í gær kom blaðamaður frá þýska blaðinu Hamburg Abendblatt, Katrin Fichtel að nafni, til Grindavíkur í þeim tilgangi að heimsækja fyrirtækið og kynna sér starfsemi þess.

Að sögn Sveins Arnars Reynissonar hjá Norðamönnum kom blaðamaðurinn til landsins í þeim tilgangi að skrifa um kreppuna og alþingiskosningarnar. „Katrin átti einnig að skrifa um fyrirtæki sem hefði snúið við blaðinu í kreppunni og við höfum verið áberandi og fengið mikla umfjöllun en annars veit ég ekki hvers vegna hún valdi að skrifa um okkur. Þetta er bara jákvætt fyrir okkur," sagði Sveinn Arnar.

Norðamenn halda til Kanada þann 13. maí en þar hafa þeir sett upp sýningu fyrir þrjá stærstu líkkistubirgjana í landinu. Sveinn Arnar segir að fulltrúar birgjanna hafi þegar komið til Íslands að skoða kisturnar og litist vel á. Í framhaldi af þessari sýningu í Kanada kemur í ljóst hvort Norðamenn komist inn á markaðinn í Kanada og er Sveinn Arnar ansi vongóður um það.

„Við erum fullir bjartsýni. Ef samningar takast við Kanadamenn þurfum við mun stærra húsnæði og fleira fólk í vinnu og vonandi finnum við hvort tveggja hér í Grindavík þar sem okkur líður vel," sagði Sveinn Arnar jafnframt.

Á myndinni eru Katrin Fichtel blaðakona, Sigríður Guðlaugsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Sveinn Arnar og félagi hans hjá Norðamönnum, Stefán H. Matthíasson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir