Upplýsingar um kjörfund - kosiđ í grunnskólanum frá 10-22

  • Fréttir
  • 24. apríl 2009

Hér eru ýmsar upplýsingar um kjörfund í Grindavík vegna Alþingiskosninganna 2009:
Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík, til kjördags. Unnt er að skila athugasemdum til bæjarstjórnar vegna kjörskrár fram á kjördag. Kjörfundur verður frá kl. 10:00 - 22:00, laugardaginn 25. apríl 2009. Kjörstaður er Grunnskóli Grindavíkur. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumanns
Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 25. apríl 2009:
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga þann 25. apríl nk. verður sem hér segir á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík og Víkurbraut 25, efri hæð, Grindavík:
- Föstudaginn 24. apríl verður opið frá kl. 08:30 til 18:00 í Grindavík og Keflavík.
- Á kjördag, laugardaginn 25. apríl, verður opið í Keflavík frá kl. 10:00 til kl. 12:00.

Kjörskrá liggur frammi
Kjörskrá Grindavíkurbæjar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62, til kjördags. Hin opinbera skráning í þjóðskrá gildir og því er ekki hægt að bæta manni inn á kjörskrá í sveitarfélagi sem honum hefur láðst að tilkynna nýtt lögheimili í, til Hagstofu Íslands fyrir viðmiðunardag kjörskrár hinn 28. mars sl.

Athugasemdir við kjörskrá:
Hver sem er getur gert athugasemdir við sveitarstjórn um að nafn einhvers vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið. Slíkar athugasemdir er heimilt að gera fram á kjördag. Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast við kjörskrá og gera leiðréttingu á henni ef við á. Enn fremur skal sveitarstjórn leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast eða eftir atvikum misst íslenskt ríkisfang. Sveitarstjórn skal þá tilkynna hlutaðeigandi um leiðréttingar á kjörskrá og þeirri sveitarstjórn annarri sem málið getur varðað.
Allar nánari upplýsingar á:

www.kosning.is
http://www.kosning.is/kjosendur/kjorskra/  
http://www.kosning.is/kjosendur/atkvaedagreidsla/  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!