Vilja fleiri konur í Golfklúbb Grindavíkur

  • Fréttir
  • 24. apríl 2009

Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur hefur ákveðið að reyna að fá fleiri konur til að iðka golf. Meðal annars hefur verið bætt við stigamótum kvenna fyrir sumarið. Alls verða 6 stigamót fyrir konurnar í sumar. Samt sem áður eru almennu stigamótin opin fyrir bæði kynin.

Með þessu er GG að gefa konum tækifæri á að leika með sínum kynsystrum því margar eru byrjendur í þessari grein.

Stjórn Golfklúbbsins hefur sett sér það markmið að auka fjölda kvenkylfinga í klúbbnum og styðja og hvetja þær til þátttöku í starfinu. Golfklúbburinn hvetur allar konur til að skrá sig í klúbbinn og njóta þess að leika golf, hvort sem er í mótum eða sér til skemmtunar.

Að sögn Páls Páls Erlingssonar, formanns GG, hafa staðið yfir framkvæmdir innandyra í golfskálanum að undanförnu.

,,Verið er að færa eldhúsaðstöðuna okkar og afgreiðslu þannig að hún standist allar kröfur yfirvalda. Eldhúsið mun færast í hornið á miðhæðinni þar sem afgreiðslan var áður. Herbergið sem eldhúsið var í mun verða fyrir mótaskráningu og afgreiðslu ásamt upplýsingasvæði. Hægt verður að afgreiða frá tveimur stöðum á þann hátt. Fyrir vikið munu kylfingar ekki þurfa að ganga gegnum salinn til að versla. Hugmynd er uppi að fækka sófasettum á efstu hæð til að koma fyrir borðum og stólum þannig að gestir geti notið veitinga eða spjallað í opnara og notalegra umhverfi. Einnig teljum við okkur geta komið fleiri gestum fyrir í skála en áður," segir Páll sem lofar skemmtilegu golfsumri.

Mótaskrá GG fyrir sumarið er komin út og má nálgast hana á http://www.gggolf.is/motaskra.htm 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!